Óskynsamleg bankatillaga Finnur Sveinbjörnsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun