Vísindin vefengja öryggi erfðabreyttra matvæla Sandra B. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Í grein sinni í Fréttablaðinu 20. okt. sl. gagnrýnir Jón Hallsson nýja franska rannsókn sem skekið hefur vísindaheiminn og valdið auknum áhyggjum manna af öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Þegar líftæknirisinn Monsanto sótti um leyfi ESB fyrir erfðabreyttu maísyrki sínu NK603 lagði fyrirtækið fram niðurstöðu 90 daga tilraunar á rottum sem benti til eitrunar í lifur og nýrum – niðurstöðu sem Monsanto gerði ekkert úr og taldi tölfræðilega ómarktæka. Franska rannsóknin sem Séralini o.fl. gerðu komst að því að taka hefði átt niðurstöður tilrauna Monsanto um eitrunaráhrif mun alvarlegar. Rannsókn Séralini spannaði tvö ár (ævilengd rottu) og komst að því að til lengri tíma hefði erfðabreyttur NK603 maís alvarleg eituráhrif á nýru og lifur en olli einnig æxlismyndun og ótímabærum dauða í tilraunarottunum. Franska rannsóknin sýnir glöggt að yfirvöld ESB þurfa að krefjast lengri og ítarlegri tilrauna á dýrum með allar erfðabreyttar plöntur svo langtímaáhrif erfðabreyttra matvæla á neytendur verði rétt metin.Ógnun við heilsufar Líftækniiðnaðurinn er nú að reyna að innleiða erfðabreyttar plöntur sem eru jafnvel enn meiri ógnun við heilsufar okkar, t.d. erfðabreyttar kartöflur, hveiti og hrísgrjón. Þetta eru grunnfæðutegundir sem neytt er daglega og oft neytt beint af akrinum. Flest erfðabreytt matvæli á markaði eru unnar vörur. Erfðabreytt soja, maís og repja eru í matvörum okkar sem unnin efni og mest af DNA í þessum vörum hefur sundrast. Erfðabreyttra kartaflna, hveitis og hrísgrjóna verður hins vegar neytt að mestu í óunnu formi og með mun meiru af erfðabreyttu DNA, sem gæti valdið mun meiri hættu á óþekktum eiturefnum og ofnæmisvöldum sem hin ónákvæma og ófyrirsjáanlega tækni við erfðabreytingar getur orsakað. Neytendur á Vesturlöndum geta e.t.v. forðast þessar nýju og hættulegu erfðabreyttu afurðir, en lítt upplýstir neytendur í þróunarlöndunum sem búa við slaka löggjöf og spilltar ríkisstjórnir eru berskjaldaðri fyrir þeim. Suður-Afríkubúar neyta maíss allt að þrisvar á dag (að hluta beint af ökrunum), en 40% maísræktunar í landinu eru einmitt NK603 yrkið.Rannsókn úthúðað Líftækniiðnaðurinn brást hart við frönsku rannsókninni og með því að úthúða henni og höfundum hennar. Hið sama gerir gengi nokkurra íslenskra vísindamanna sem auðsjáanlega telja það atvinnu- og fjárhagslegum hagsmunum sínum fyrir bestu. Jón Hallsson gagnrýnir t.d. Séralini fyrir að hafa notað sn. Sprague Dawley-rottur við tilraunir sínar þar sem þær hafi tilhneigingu til að mynda æxli. Jóni ætti þó að vera kunnugt um hve SD-rottan er mikið notuð í dýratilraunum. Til dæmis var hún notuð í 90 daga tilraun sem Monsanto gerði til að afla samþykkis ESB fyrir maísyrkinu NK603. Hundruð leyfisveitinga fyrir erfðabreyttar lífverur byggðust á tilraunum með SD-rottur. Ef SD-rottan er óhæf til afnota í dýratilraunum eins og Jón lætur að liggja þá eru komin ærin tilefni til að afturkalla hundruð leyfa fyrir erfðabreyttar plöntur og innkalla þúsundir erfðabreyttra matvæla á markaði. Það kallar einnig á innköllun illgresiseitursins glýfosat sem notað er á 80% erfðabreyttra plantna í heiminum (þ.m.t. NK603-maís) þar sem notkun þess var leyfð á grundvelli tilrauna með SD-rottur. Jón Hallsson telur rannsókn Séralini o.fl. ekki standast kröfur OECD. En rannsókn Séralini beindist að eituráhrifum og OECD-kröfur tilgreina að nota skuli 10 rottur af hvoru kyni í slíkum rannsóknum. Jón hefur líkt og Monsanto gagnrýnt Séralini fyrir að nota aðeins 10 rottur af hvoru kyni. Monsanto notaði 20 rottur af hvoru kyni í tilraunum sem það gerði til að afla sér leyfis ESB fyrir maísyrkinu NK603, – en lýsti aðeins greiningu á 10 rottum, sama fjölda og Séralini notaði. Notaði Monsanto aðeins hraustustu 10 rottur af 20 til þess að hagræða niðurstöðum sínum? Við því fáum við aldrei svör þar sem Monsanto neitar að birta rannsóknargögn dýratilrauna sinna.Vakning til stjórnvalda Jón virðist ekki átta sig á að franska rannsóknin var ekki hönnuð til að greina krabbamein. Það kom hins vegar á óvart að rottur fóðraðar á erfðabreyttum maís mynduðu mun fleiri æxli en rottur sem fengu óerfðabreyttan maís. Séralini mælir með því að rannsókn hans verði fylgt eftir með langtímarannsóknum þar sem fleiri rottur eru notaðar þannig að unnt verði að leggja tölfræðilegt mat á tíðni æxla og dánartíðni. Líftækniiðnaðurinn reynir jafnan að rakka niður sjálfstæð vísindi sem birta neikvæðar niðurstöður um erfðabreyttar plöntur. Nýjasta rannsókn Séralini verður hins vegar ekki töluð í hel. Hún felur í sér vakningu til stjórnvalda og eftirlitsaðila allra landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Fréttablaðinu 20. okt. sl. gagnrýnir Jón Hallsson nýja franska rannsókn sem skekið hefur vísindaheiminn og valdið auknum áhyggjum manna af öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Þegar líftæknirisinn Monsanto sótti um leyfi ESB fyrir erfðabreyttu maísyrki sínu NK603 lagði fyrirtækið fram niðurstöðu 90 daga tilraunar á rottum sem benti til eitrunar í lifur og nýrum – niðurstöðu sem Monsanto gerði ekkert úr og taldi tölfræðilega ómarktæka. Franska rannsóknin sem Séralini o.fl. gerðu komst að því að taka hefði átt niðurstöður tilrauna Monsanto um eitrunaráhrif mun alvarlegar. Rannsókn Séralini spannaði tvö ár (ævilengd rottu) og komst að því að til lengri tíma hefði erfðabreyttur NK603 maís alvarleg eituráhrif á nýru og lifur en olli einnig æxlismyndun og ótímabærum dauða í tilraunarottunum. Franska rannsóknin sýnir glöggt að yfirvöld ESB þurfa að krefjast lengri og ítarlegri tilrauna á dýrum með allar erfðabreyttar plöntur svo langtímaáhrif erfðabreyttra matvæla á neytendur verði rétt metin.Ógnun við heilsufar Líftækniiðnaðurinn er nú að reyna að innleiða erfðabreyttar plöntur sem eru jafnvel enn meiri ógnun við heilsufar okkar, t.d. erfðabreyttar kartöflur, hveiti og hrísgrjón. Þetta eru grunnfæðutegundir sem neytt er daglega og oft neytt beint af akrinum. Flest erfðabreytt matvæli á markaði eru unnar vörur. Erfðabreytt soja, maís og repja eru í matvörum okkar sem unnin efni og mest af DNA í þessum vörum hefur sundrast. Erfðabreyttra kartaflna, hveitis og hrísgrjóna verður hins vegar neytt að mestu í óunnu formi og með mun meiru af erfðabreyttu DNA, sem gæti valdið mun meiri hættu á óþekktum eiturefnum og ofnæmisvöldum sem hin ónákvæma og ófyrirsjáanlega tækni við erfðabreytingar getur orsakað. Neytendur á Vesturlöndum geta e.t.v. forðast þessar nýju og hættulegu erfðabreyttu afurðir, en lítt upplýstir neytendur í þróunarlöndunum sem búa við slaka löggjöf og spilltar ríkisstjórnir eru berskjaldaðri fyrir þeim. Suður-Afríkubúar neyta maíss allt að þrisvar á dag (að hluta beint af ökrunum), en 40% maísræktunar í landinu eru einmitt NK603 yrkið.Rannsókn úthúðað Líftækniiðnaðurinn brást hart við frönsku rannsókninni og með því að úthúða henni og höfundum hennar. Hið sama gerir gengi nokkurra íslenskra vísindamanna sem auðsjáanlega telja það atvinnu- og fjárhagslegum hagsmunum sínum fyrir bestu. Jón Hallsson gagnrýnir t.d. Séralini fyrir að hafa notað sn. Sprague Dawley-rottur við tilraunir sínar þar sem þær hafi tilhneigingu til að mynda æxli. Jóni ætti þó að vera kunnugt um hve SD-rottan er mikið notuð í dýratilraunum. Til dæmis var hún notuð í 90 daga tilraun sem Monsanto gerði til að afla samþykkis ESB fyrir maísyrkinu NK603. Hundruð leyfisveitinga fyrir erfðabreyttar lífverur byggðust á tilraunum með SD-rottur. Ef SD-rottan er óhæf til afnota í dýratilraunum eins og Jón lætur að liggja þá eru komin ærin tilefni til að afturkalla hundruð leyfa fyrir erfðabreyttar plöntur og innkalla þúsundir erfðabreyttra matvæla á markaði. Það kallar einnig á innköllun illgresiseitursins glýfosat sem notað er á 80% erfðabreyttra plantna í heiminum (þ.m.t. NK603-maís) þar sem notkun þess var leyfð á grundvelli tilrauna með SD-rottur. Jón Hallsson telur rannsókn Séralini o.fl. ekki standast kröfur OECD. En rannsókn Séralini beindist að eituráhrifum og OECD-kröfur tilgreina að nota skuli 10 rottur af hvoru kyni í slíkum rannsóknum. Jón hefur líkt og Monsanto gagnrýnt Séralini fyrir að nota aðeins 10 rottur af hvoru kyni. Monsanto notaði 20 rottur af hvoru kyni í tilraunum sem það gerði til að afla sér leyfis ESB fyrir maísyrkinu NK603, – en lýsti aðeins greiningu á 10 rottum, sama fjölda og Séralini notaði. Notaði Monsanto aðeins hraustustu 10 rottur af 20 til þess að hagræða niðurstöðum sínum? Við því fáum við aldrei svör þar sem Monsanto neitar að birta rannsóknargögn dýratilrauna sinna.Vakning til stjórnvalda Jón virðist ekki átta sig á að franska rannsóknin var ekki hönnuð til að greina krabbamein. Það kom hins vegar á óvart að rottur fóðraðar á erfðabreyttum maís mynduðu mun fleiri æxli en rottur sem fengu óerfðabreyttan maís. Séralini mælir með því að rannsókn hans verði fylgt eftir með langtímarannsóknum þar sem fleiri rottur eru notaðar þannig að unnt verði að leggja tölfræðilegt mat á tíðni æxla og dánartíðni. Líftækniiðnaðurinn reynir jafnan að rakka niður sjálfstæð vísindi sem birta neikvæðar niðurstöður um erfðabreyttar plöntur. Nýjasta rannsókn Séralini verður hins vegar ekki töluð í hel. Hún felur í sér vakningu til stjórnvalda og eftirlitsaðila allra landa.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun