Hlýnun setur Alaska og Ísland í lykilstöðu Þorgils skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Sendinefndin hefur hitt marga á ferð sinni um landið, meðal annars Guðna Jóhannesson orkumálastjóra. Fréttablaðið/GVA Alaska getur lært margt af Íslandi, enda svipar aðstæðum hér á landi að mörgu leyti til þess sem gerist í Alaska. Þrjátíu manna sendinefnd frá þessu stærsta, en um leið fámennasta, ríki Bandaríkjanna er stödd hér á landi á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Institute of the North til að kynna sér ýmis málefni, allt frá orkumálum til efnahagsmála og viðskipta. Hugh Short, formaður iðnaðar- og útflutningsráðs Alaska, er á meðal þeirra sem eru í föruneytinu, en þar má meðal annars finna fræðimenn, fjárfesta og þingmenn frá ríkisþingi Alaska. Þeir hafa gert víðreist hér á landi og heimsótt ráðuneyti, fyrirtæki og stofnanir. Meðal annars fóru þeir að Kárahnjúkavirkjun og hittu orkumálastjóra á fundi í gær. „Aðalmarkmiðið með komu okkar er að mynda tengsl við aðila hér á Íslandi. Þessi tvö svæði eiga margt sameiginlegt þar sem við búum til dæmis bæði við landfræðilega einangrun og strjálbýli og glímum þess vegna við margs konar álíka áskoranir,“ segir Short. Short segir að helstu áherslumál Alaskabúa um þessar mundir séu málefni Norðurslóða, bráðnun hafíss og opnun siglingaleiða. Þar séu Ísland og Alaska í lykilstöðu hvað varðar landfræðilega stöðu og geti í krafti þess skipst á hugmyndum og fjárfestingum. Spurður hvað Ísland hafi helst að bjóða segir Short að það sé á sviði orkumála. „Við í Alaska erum of háð jarðefnaeldsneyti eins og dísilolíu, sem er afar óstöðug í verði. Því er það mikilvægasta sem við getum lært af Íslandi á sviði orkumála og hvernig við getum nýtt þá tækni sem þið Íslendingar hafið þróað til að beisla vatnsafl og jarðvarma. Þið eruð í fremstu röð á heimsvísu hvað varðar tækni til jarðvarmanýtingar, en hafið líka nýtt ykkur vatnsaflsorku til að laða að iðnað og skapa störf, auk þess að lækka raforkukostnað til heimila.“ Short bætir því við að í Alaska og víðar í Bandaríkjunum séu fjölmargir fjárfestar sem horfa áhugasamir til margvíslegra verkefna hér á landi. „Þessi heimsókn gæti því verið fyrsta skrefið í löngu og farsælu samstarfi milli Íslands og Alaska,“ segir Hugh Short. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Alaska getur lært margt af Íslandi, enda svipar aðstæðum hér á landi að mörgu leyti til þess sem gerist í Alaska. Þrjátíu manna sendinefnd frá þessu stærsta, en um leið fámennasta, ríki Bandaríkjanna er stödd hér á landi á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Institute of the North til að kynna sér ýmis málefni, allt frá orkumálum til efnahagsmála og viðskipta. Hugh Short, formaður iðnaðar- og útflutningsráðs Alaska, er á meðal þeirra sem eru í föruneytinu, en þar má meðal annars finna fræðimenn, fjárfesta og þingmenn frá ríkisþingi Alaska. Þeir hafa gert víðreist hér á landi og heimsótt ráðuneyti, fyrirtæki og stofnanir. Meðal annars fóru þeir að Kárahnjúkavirkjun og hittu orkumálastjóra á fundi í gær. „Aðalmarkmiðið með komu okkar er að mynda tengsl við aðila hér á Íslandi. Þessi tvö svæði eiga margt sameiginlegt þar sem við búum til dæmis bæði við landfræðilega einangrun og strjálbýli og glímum þess vegna við margs konar álíka áskoranir,“ segir Short. Short segir að helstu áherslumál Alaskabúa um þessar mundir séu málefni Norðurslóða, bráðnun hafíss og opnun siglingaleiða. Þar séu Ísland og Alaska í lykilstöðu hvað varðar landfræðilega stöðu og geti í krafti þess skipst á hugmyndum og fjárfestingum. Spurður hvað Ísland hafi helst að bjóða segir Short að það sé á sviði orkumála. „Við í Alaska erum of háð jarðefnaeldsneyti eins og dísilolíu, sem er afar óstöðug í verði. Því er það mikilvægasta sem við getum lært af Íslandi á sviði orkumála og hvernig við getum nýtt þá tækni sem þið Íslendingar hafið þróað til að beisla vatnsafl og jarðvarma. Þið eruð í fremstu röð á heimsvísu hvað varðar tækni til jarðvarmanýtingar, en hafið líka nýtt ykkur vatnsaflsorku til að laða að iðnað og skapa störf, auk þess að lækka raforkukostnað til heimila.“ Short bætir því við að í Alaska og víðar í Bandaríkjunum séu fjölmargir fjárfestar sem horfa áhugasamir til margvíslegra verkefna hér á landi. „Þessi heimsókn gæti því verið fyrsta skrefið í löngu og farsælu samstarfi milli Íslands og Alaska,“ segir Hugh Short.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira