Unglingar í Grafarvogi safna fyrir fjölskyldu látins vinar JHH skrifar 29. nóvember 2012 12:47 Yfirlitsmynd af Grafarvogi. Unglingar og félagsmiðstöðvar á vegum frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar í Grafarvogi munu standa fyrir Góðgerðaviku til styrktar fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar dagana 4. - 7. desember. Góðgerðaráð unglinganna sér um framkvæmd og útfærslu vikunnar í samstarfi við starfsfólk félagsmiðstöðvanna en þær eru Dregyn, Fjörgyn, Púgyn og Sigyn. Meginmarkmið góðgerðavikunnar er að unglingar kynni sér góðgerðamálefni og vakni til vitundar um það hvernig þeir geta komið öðrum til hjálpar og haft uppbyggileg áhrif á samfélag sitt, segir í tilkynningu frá félagsmiðstöðunum. Góðgerðaráðið hefur undanfarna tvo mánuði undirbúið þessa viku og hafa unglingarnir skipulagt tvo stóra viðburði. Fyrst ber að nefna kaffihúsakvöld fyrir alla Grafarvogsbúa þann 4. desember í Fjörgyn. Þar munu koma fram þekktir tónlistarmenn og grínistar. Auk þess verða seldir happdrættismiðar og léttar veitingar. Allir sem hafa áhuga á að styrkja gott málefni eru hjartanlega velkomnir. Hinn viðburðurinn er ball í Sigyn fyrir alla unglinga í Grafarvogi þar sem vinsælar poppstjörnur troða upp. Allir tónlistarmenn og grínistar sem fram koma á Góðgerðarviku gefa vinnu sína og því mun allur ágóði sem safnast renna óskiptur til fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar sem nýlega lést eftir erfiða baráttu við krabbamein. Davíð Örn var Grafarvogsbúi og starfaði lengi með börnum og unglingum í hverfinu. Hann lét eftir sig eiginkonu og tvö börn. Þeim sem hafa ekki tök á að mæta á kaffihúsakvöldið en langar að styrkja fjölskylduna er bent á styrktarreikning: 0544-05-402441 kt. 111177-4819. Þetta er í sjöunda sinn sem unglingar í Grafarvogi efna til góðgerðarviku, en hugmyndina fengu unglingarnir sjálfir á sínum tíma og hrintu í framkvæmd af miklum hug. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Unglingar og félagsmiðstöðvar á vegum frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar í Grafarvogi munu standa fyrir Góðgerðaviku til styrktar fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar dagana 4. - 7. desember. Góðgerðaráð unglinganna sér um framkvæmd og útfærslu vikunnar í samstarfi við starfsfólk félagsmiðstöðvanna en þær eru Dregyn, Fjörgyn, Púgyn og Sigyn. Meginmarkmið góðgerðavikunnar er að unglingar kynni sér góðgerðamálefni og vakni til vitundar um það hvernig þeir geta komið öðrum til hjálpar og haft uppbyggileg áhrif á samfélag sitt, segir í tilkynningu frá félagsmiðstöðunum. Góðgerðaráðið hefur undanfarna tvo mánuði undirbúið þessa viku og hafa unglingarnir skipulagt tvo stóra viðburði. Fyrst ber að nefna kaffihúsakvöld fyrir alla Grafarvogsbúa þann 4. desember í Fjörgyn. Þar munu koma fram þekktir tónlistarmenn og grínistar. Auk þess verða seldir happdrættismiðar og léttar veitingar. Allir sem hafa áhuga á að styrkja gott málefni eru hjartanlega velkomnir. Hinn viðburðurinn er ball í Sigyn fyrir alla unglinga í Grafarvogi þar sem vinsælar poppstjörnur troða upp. Allir tónlistarmenn og grínistar sem fram koma á Góðgerðarviku gefa vinnu sína og því mun allur ágóði sem safnast renna óskiptur til fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar sem nýlega lést eftir erfiða baráttu við krabbamein. Davíð Örn var Grafarvogsbúi og starfaði lengi með börnum og unglingum í hverfinu. Hann lét eftir sig eiginkonu og tvö börn. Þeim sem hafa ekki tök á að mæta á kaffihúsakvöldið en langar að styrkja fjölskylduna er bent á styrktarreikning: 0544-05-402441 kt. 111177-4819. Þetta er í sjöunda sinn sem unglingar í Grafarvogi efna til góðgerðarviku, en hugmyndina fengu unglingarnir sjálfir á sínum tíma og hrintu í framkvæmd af miklum hug.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira