Félagsleg réttindi og fíknisjúklingar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. mars 2012 12:00 Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun