Heft aðgengi leiðir til minni verslunar Björn Jón Bragason skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Steinunn Stefánsdóttir ritaði forystugrein sem birtist í Fréttablaðinu 30. júlí sl. Þar gerði hún að umtalsefni hækkun bílastæðagjalda í miðborginni um fimmtíu prósent, sem nú hefur verið kynnt. Í grein sinni nefnir Steinunn að markmið hækkunarinnar sé að „auka flæði í stæðunum“ í miðborginni og tekur hún undir sjónarmið borgarstjórnarmeirihlutans í málinu. Röksemdafærsla af þessu tagi gengur ekki upp, enda hafa hækkanir á bílastæðagjöldum ætíð haft slæm áhrif á verslunina, líkt og kaupmenn í miðborginni hafa bent á áratugum saman. Þá er mögulegt að takmarka þann tíma sem hver og einn leggur í stæði, án þess þó að innheimta gjald. Þannig er víða í borgum Evrópu notast við tímaskífur og sú aðferð hefur verið notuð um árabil í miðbæ Akureyrar með frábærum árangri, líkt og kaupmenn þar nyrðra hafa bent á. Í þessu sambandi verður að gæta að því að borgin á fjöldann allan af bílastæðum í öðrum verslunarhverfum og innheimtir ekki gjald þar og þá hafa borgaryfirvöld skipulagt önnur verslunarhverfi þar sem byggð hafa verið stór bílageymsluhús með fjölda gjaldfrjálsra stæða. Viðskiptavinir miðborgarinnar þurfa því að taka á sig skatt sem ekki er innheimtur í öðrum borgarhlutum. Mjög skortir því á að jafnræðis sé gætt. Steinunn vísar enn fremur til þess að bílastæðagjöld séu óvíða hærri en hér í borg. Í samtölum mínum við borgarfulltrúa meirihlutans hafa þeir til að mynda vísað í þessu sambandi til Kaupmannahafnar, þar sem bílastæðagjöld eru mun hærri en í Reykjavík. Samanburður af þessu tagi er vitaskuld ekki marktækur. Miðborg Kaupmannahafnar er staðsett í miðju þéttbyggðrar milljónaborgar, þar sem stór hluti almennings ferðast með reiðhjólum eða góðum almenningssamgöngum og þá er veðráttan þar allt önnur og mildari. Í þessu sambandi má nefna að meðalleiga á verslunarhúsnæði á góðum stað við Strikið í Kaupmannahöfn getur verið meira en tuttuguföld leiga við Laugaveg. Og þá er til þess að líta að leiga á verslunarhúsnæði er orðin mjög víða hærri annars staðar í Reykjavík en í miðborginni og sums staðar örðugra að finna stæði en þar. Grundvöllur þess að verslun fái þrifist til frambúðar í miðborginni er greitt aðgengi. Höft og bönn borgaryfirvalda í þessum efnum, samfara stórhækkunum bílastæðagjalda, munu ekki hafa annað í för með sér en hnignun verslunar á svæðinu. Í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveginn er fjöldi kaupmanna sem hafa fjörutíu og jafnvel yfir fimmtíu ára reynslu af verslunarrekstri í miðborginni. Sumir þessara kaupmanna eru úr fjölskyldum sem jafnvel hafa rekið verslanir í meira en öld. Það er hryggilegt til þess að vita að borgaryfirvöld nýti ekki þá miklu þekkingu og reynslu sem þessir kaupmenn búa yfir. Rétt væri að borgaryfirvöld fylktu liði með kaupmönnum og leituðu leiða til að bæta aðgengi með lækkun bílastæðagjalda, niðurfellingu þeirra gjalda í útjöðrum miðborgarinnar og fjölgun stæða. Mikill meirihluti borgarbúa kýs að fara allra sinna ferða á fjölskyldubílnum og ef viðskiptavinir komast ekki að verslunum með góðu móti fara þeir annað. Það hlýtur að vera vilji borgaryfirvalda að verslun í miðborginni fái dafnað og eflst því án blómlegrar verslunar er engin miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Steinunn Stefánsdóttir ritaði forystugrein sem birtist í Fréttablaðinu 30. júlí sl. Þar gerði hún að umtalsefni hækkun bílastæðagjalda í miðborginni um fimmtíu prósent, sem nú hefur verið kynnt. Í grein sinni nefnir Steinunn að markmið hækkunarinnar sé að „auka flæði í stæðunum“ í miðborginni og tekur hún undir sjónarmið borgarstjórnarmeirihlutans í málinu. Röksemdafærsla af þessu tagi gengur ekki upp, enda hafa hækkanir á bílastæðagjöldum ætíð haft slæm áhrif á verslunina, líkt og kaupmenn í miðborginni hafa bent á áratugum saman. Þá er mögulegt að takmarka þann tíma sem hver og einn leggur í stæði, án þess þó að innheimta gjald. Þannig er víða í borgum Evrópu notast við tímaskífur og sú aðferð hefur verið notuð um árabil í miðbæ Akureyrar með frábærum árangri, líkt og kaupmenn þar nyrðra hafa bent á. Í þessu sambandi verður að gæta að því að borgin á fjöldann allan af bílastæðum í öðrum verslunarhverfum og innheimtir ekki gjald þar og þá hafa borgaryfirvöld skipulagt önnur verslunarhverfi þar sem byggð hafa verið stór bílageymsluhús með fjölda gjaldfrjálsra stæða. Viðskiptavinir miðborgarinnar þurfa því að taka á sig skatt sem ekki er innheimtur í öðrum borgarhlutum. Mjög skortir því á að jafnræðis sé gætt. Steinunn vísar enn fremur til þess að bílastæðagjöld séu óvíða hærri en hér í borg. Í samtölum mínum við borgarfulltrúa meirihlutans hafa þeir til að mynda vísað í þessu sambandi til Kaupmannahafnar, þar sem bílastæðagjöld eru mun hærri en í Reykjavík. Samanburður af þessu tagi er vitaskuld ekki marktækur. Miðborg Kaupmannahafnar er staðsett í miðju þéttbyggðrar milljónaborgar, þar sem stór hluti almennings ferðast með reiðhjólum eða góðum almenningssamgöngum og þá er veðráttan þar allt önnur og mildari. Í þessu sambandi má nefna að meðalleiga á verslunarhúsnæði á góðum stað við Strikið í Kaupmannahöfn getur verið meira en tuttuguföld leiga við Laugaveg. Og þá er til þess að líta að leiga á verslunarhúsnæði er orðin mjög víða hærri annars staðar í Reykjavík en í miðborginni og sums staðar örðugra að finna stæði en þar. Grundvöllur þess að verslun fái þrifist til frambúðar í miðborginni er greitt aðgengi. Höft og bönn borgaryfirvalda í þessum efnum, samfara stórhækkunum bílastæðagjalda, munu ekki hafa annað í för með sér en hnignun verslunar á svæðinu. Í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveginn er fjöldi kaupmanna sem hafa fjörutíu og jafnvel yfir fimmtíu ára reynslu af verslunarrekstri í miðborginni. Sumir þessara kaupmanna eru úr fjölskyldum sem jafnvel hafa rekið verslanir í meira en öld. Það er hryggilegt til þess að vita að borgaryfirvöld nýti ekki þá miklu þekkingu og reynslu sem þessir kaupmenn búa yfir. Rétt væri að borgaryfirvöld fylktu liði með kaupmönnum og leituðu leiða til að bæta aðgengi með lækkun bílastæðagjalda, niðurfellingu þeirra gjalda í útjöðrum miðborgarinnar og fjölgun stæða. Mikill meirihluti borgarbúa kýs að fara allra sinna ferða á fjölskyldubílnum og ef viðskiptavinir komast ekki að verslunum með góðu móti fara þeir annað. Það hlýtur að vera vilji borgaryfirvalda að verslun í miðborginni fái dafnað og eflst því án blómlegrar verslunar er engin miðborg.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar