Erlent

Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 mannslíf í fyrra

Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 jarðarbúa lífið á síðasta ári. Fjárhagstjón af völdum þeirra er hið mesta í sögunni á einu ári en það er metið upp á um 366 milljarða dollara eða sem svarar til 45.000 milljarða króna.

Þetta kemur fram í mati frá rannsóknarmiðstöðinni CRED. Alls skullu yfir 300 náttúruhamfarir á jarðarbúum í fyrra en þar af var um ofsaveður og flóð að ræða í 70% tilvika.

Jarðskjálfar kostuðu flest mannslíf og ber kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan þar hæst. Þar var einnig mesta fjárhagstjónið eða um 210 milljarðar dollara. Flóðin í Taílandi koma næst en kostnaður vegna þeirra nemur um 40 milljörðum dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×