Erlent

Sú sem rannsakaði fjöldamorðin í Útey sagði upp störfum

Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum.
Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum. mynd/AFP
Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum. Ástæðan ku vera hugsanlegt brot á þagnarskyldu Kristansen var spurð að því af þingmanninum Akhatar Chaudry á norska þinginu í gær hvort að öryggislögreglan myndi starfa með pakistönsku leyniþjónustunni.

Hún neitaði því, en tók fram að lögreglan starfaði með leyniþjónustu norska hersins og þeir væru með sína fulltrúa í Pakistan. Þetta svar Kristiansen er talið vera brot á þagnarskyldu enda geta slíkar upplýsingar haft alvarlegar afleiðingar.

Norska öryggislögreglan, undir forystu Kristiansen, hefur rannsakað voðaverkin í Útey síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×