Erlent

Jude Law fær milljónir í skaðabætur frá News of the World

Kvikmyndaleikarinn Jude Law og fyrrverandi ráðherrann John Prescott eru á meðal þeirra sem fengu í dag skaðabætur frá breska blaðinu News of the World vegna símahlerana. Law, fékk um 25 milljónir króna og eiginkona hans fyrrverandi Sadie Frost fékk einnig bætur en götublaðið, sem lagði upp laupana í sumar í skugga hneykslismála, birti ítrekað á árunum 2003 til 2006 nákvæmar fréttir af einkalífi þeirra hjóna. Vitneskjuna fengu blaðamennirnir með því að brjótast inn í talhólf þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×