Lífið

Bjóða rakstur og bjór á bóndadaginn

Aðstandendur Kexins standa reglulega fyrir uppákomum. Þessi mynd var tekin af þeim á Októberfest í haust.
Aðstandendur Kexins standa reglulega fyrir uppákomum. Þessi mynd var tekin af þeim á Októberfest í haust. Mynd/Stefán
Aðstandendur Kexins við Skúlagötu eru byrjaðir að undirbúa bóndadaginn á morgun og stilla upp í dagskrá sem þeir fullyrða að fái bóndann til að "elska konuna ... enn meira."

Á morgun klukkan 19.30 fer fram sýningin Bjórsaga Víkings, sem er lýst sem stórskemmtilegu og svalandi fræðsluleikriti þeirra Víkings Kristjánssonar leikara og Nönnu Kristínar Magnúsdóttur leikstjóra. Þar er í boði úrval af bjórsmakki, nasli og kúltíveraðri gleði.

Á undan henni er boðinn frír rakstur á rakarastofu Kexins fyrir þá sem eiga aðgangsmiða. Raksturinn byrjar klukkan 17 og stendur fram að sýningu en miðinn á hana kostar 3.950 krónur og fæst á Kexinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.