Erlent

Facebook kynnir 60 smáforrit til sögunnar

Aðstandendur Facebook vonast til þess að forritin muni vekja áhuga notenda á Timeline.
Aðstandendur Facebook vonast til þess að forritin muni vekja áhuga notenda á Timeline. mynd/AP
Samskiptasíðan Facebook kynnti í dag 60 ný smáforrit fyrir síðuna. Forritin eru sérhönnuð fyrir Timeline, nýtt notendaviðmót síðunnar.

Aðstandendur Facebook vonast til þess að forritin muni vekja áhuga notenda á Timeline. Mark Zuckerberg, stofnandi og stjórnarformaður Facebook, kynnti nýjungina í september á síðasta ári.

Forritin eru unnin í samstarfi við ýmsar vefsíður, þar á meðal eru Autotrader, Artfinder og Soundcloud. Forritin auka verulega við tengimöguleika síðunnar og geta notendur birt hljóðbúta, myndbrot og fleira.

Áhugasamir geta kynnt sér smáforritin hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×