Erlent

Þrjár hákarlaárásir á þremur vikum

Ástralskur karlmaður liggur nú særður á spítala eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás. Þetta er önnur hákarlaárásin í landinu á jafnmörgum dögum og sú þriðja í þessum mánuði. Maðurinn var við köfun þegar þriggja metra tígrisháfur réðst á hann og beit hann í höndina.

Tígrisháfar eru á meðal mannskæðustu hákarlategunda en þrjár árásir á þremur vikum er þó afar óvenjulegt. Fjórða árásin var síðan gerð rétt fyrir jól. Á síðustu 22 árum hafa 27 látið lífið í slíkum árásum undan ströndum Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×