Réttlátara og betra samfélag Guðbjartur Hannesson skrifar 19. júní 2012 06:00 Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar