Leika golf meðfram þjóðvegi 1 Ragnar Örn Pétursson skrifar 19. júní 2012 06:00 Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðamála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni, sem er að leika golf til fjáröflunar með fram þjóðvegi 1. Nú rúmu ári síðar er þetta verkefni orðið að veruleika og hefur vakið athygli hér innanlands og ekki síður erlendis. Ísgolf eins og verkefnið heitir er samvinnuverkefni Eldeyjar, Kiwanishreyfingarinnar og Unicef og verður safnað áheitum á slegin högg sem verða 9.500. Þetta er um 1.350 km leið sem er sambærilegt eins og að leika 300 golfhringi. Ýmsar skemmtilegar þrautir þarf að leysa á leiðinni, en af tryggingaástæðum verður ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Glíma þarf við lúpínubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand sem er stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin og ýmislegt annað. Í för verða 8 bifreiðar og 10-15 kiwanisfélagar verða að jafnaði í hópnum sem lagði af stað aðfaranótt mánudagsins 18. júní. Farið var af stað suðurleiðina og gert er ráð fyrir að hringnum ljúki 2. júlí nk. Það var Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem sló fyrsta höggið og gert er ráð fyrir að Stefán Eiríksson lögreglustjóri slái síðasta höggið við Olís á Kjalarnesi. Allt fé sem safnast mun renna til góðgerðamála og skiptast á milli verkefnisins Stöðvum stífkrampa sem er heimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar í samstarfi við Unicef. Stífkrampi er óþekktur sjúkdómur á Vesturlöndum en er landlægur í 34 fátækustu þjóðlöndum heims. Á níu mínútna fresti deyr móðir eða barn úr þessum sjúkdómi en Kiwanis og Unicef stefna að því að útrýma þessum sjúkdómi á næstu 5 árum. Hinn helmingur söfnunarfjárins mun renna til sambýla fatlaðra víðs vegar um landið þar sem skráður er kiwanisklúbbur. Fjölmargir aðilar hafa stutt þetta verkefni og er of langt mál að telja þá alla upp en vert er að minnast á sýslumannsembættin en þau gáfu leyfi til að slá golfbolta meðfram þjóðvegi 1. Landsbanki Íslands er aðalstyrktar- og fjárvörsluaðili verkefnisins og söfnunarreikningur Ísgolf 2012 er 0130-26-000717 kt. 571178-0449. Hægt er að fylgjast með framvindu golfsins á www.isgolf.is. Kiwanisfélagar á landinu eru um 1.000 í klúbbum víðs vegar um landið og ég hvet þá til að taka þátt í verkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðamála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni, sem er að leika golf til fjáröflunar með fram þjóðvegi 1. Nú rúmu ári síðar er þetta verkefni orðið að veruleika og hefur vakið athygli hér innanlands og ekki síður erlendis. Ísgolf eins og verkefnið heitir er samvinnuverkefni Eldeyjar, Kiwanishreyfingarinnar og Unicef og verður safnað áheitum á slegin högg sem verða 9.500. Þetta er um 1.350 km leið sem er sambærilegt eins og að leika 300 golfhringi. Ýmsar skemmtilegar þrautir þarf að leysa á leiðinni, en af tryggingaástæðum verður ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Glíma þarf við lúpínubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand sem er stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin og ýmislegt annað. Í för verða 8 bifreiðar og 10-15 kiwanisfélagar verða að jafnaði í hópnum sem lagði af stað aðfaranótt mánudagsins 18. júní. Farið var af stað suðurleiðina og gert er ráð fyrir að hringnum ljúki 2. júlí nk. Það var Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem sló fyrsta höggið og gert er ráð fyrir að Stefán Eiríksson lögreglustjóri slái síðasta höggið við Olís á Kjalarnesi. Allt fé sem safnast mun renna til góðgerðamála og skiptast á milli verkefnisins Stöðvum stífkrampa sem er heimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar í samstarfi við Unicef. Stífkrampi er óþekktur sjúkdómur á Vesturlöndum en er landlægur í 34 fátækustu þjóðlöndum heims. Á níu mínútna fresti deyr móðir eða barn úr þessum sjúkdómi en Kiwanis og Unicef stefna að því að útrýma þessum sjúkdómi á næstu 5 árum. Hinn helmingur söfnunarfjárins mun renna til sambýla fatlaðra víðs vegar um landið þar sem skráður er kiwanisklúbbur. Fjölmargir aðilar hafa stutt þetta verkefni og er of langt mál að telja þá alla upp en vert er að minnast á sýslumannsembættin en þau gáfu leyfi til að slá golfbolta meðfram þjóðvegi 1. Landsbanki Íslands er aðalstyrktar- og fjárvörsluaðili verkefnisins og söfnunarreikningur Ísgolf 2012 er 0130-26-000717 kt. 571178-0449. Hægt er að fylgjast með framvindu golfsins á www.isgolf.is. Kiwanisfélagar á landinu eru um 1.000 í klúbbum víðs vegar um landið og ég hvet þá til að taka þátt í verkefninu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar