Köfun og öryggi Anna María Einarsdóttir og Þór H. Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2012 06:00 Sportköfun er eitt þeirra áhugamála sem er í verulegum vexti í heiminum. Þessi vöxtur endurspeglast í ferðamannaiðnaðinum hér á landi, en mikil aukning hefur verið í köfunartengdri ferðaþjónustu. Nú eru um níu fyrirtæki sem hafa tekjur að hluta til eða í heild af slíkri starfsemi. Sá köfunarstaður sem laðar hvað flesta ferðamenn að er Silfra á Þingvöllum, en þangað koma að jafnaði um 10-15 þúsund ferðamenn til að kafa á ári. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið duglegir að markaðssetja Silfru og hafa myndir birst af þeim undraheimi sem Silfra býr yfir í helstu köfunartímaritum heims. Markaðssetningin hefur borið góðan árangur og er Silfra talin vera einn af tíu áhugaverðustu ferskvatnsköfunarstöðum í heiminum. Með auknum fjölda kafara má því miður einnig gera ráð fyrir auknum fjölda óhappa. Á síðastliðnum árum hafa nokkur slys tengd köfun átt sér stað í Silfru og tvö þeirra alvarleg. Bæði alvarlegu slysin má að nokkru leyti rekja til þess að kafarar höfðu ekki næga köfunarreynslu til þess að kafa í þurrbúningi í köldu vatni og í öðru tilvikinu var menntun leiðsögukafara ábótavant. Af augljósum ástæðum er ekki mikið svigrúm til þess að gera mistök í köfun hvorki hjá leiðsöguköfurum né heldur hjá ferðamönnum sem kafa og í öðru alvarlega tilvikinu kostaði það líf ferðamannsins. Sportkafarafélag Íslands leggur ríka áherslu á öryggi við köfun og hefur ásamt þeim rekstraraðilum sem selja köfunarferðir kallað eftir breytingum á lögum nr. 31/1996 um köfun og reglugerð 535/2001. Þau lög og reglugerð sem gilda um atvinnuköfun, taka nær einungis mið af köfun sem tengist iðnaði eða björgun verðmæta úr sjó fyrir lögaðila og má segja að lögin og reglugerðin séu í raun barn síns tíma þar sem ekki var gert ráð fyrir að aðrir kafarar en hinir svokölluðu iðnaðarkafarar fengju greitt fyrir störf sín. Verulegar framfarir hafa orðið í köfunarsamfélaginu síðan lögin og reglugerðin tóku gildi og má segja að tvær gerðir atvinnukafara hafi bæst við, þ.e. ferðaþjónustukafarar og kafarar í þágu almannahagsmuna eins og lögregla og slökkvilið. Báðir þessir hópar fá greitt fyrir köfunarvinnu sína og flokkast því skv. 1. mgr. 2. gr. laganna til atvinnukafara. Bæði lögum og reglugerð þarf að breyta þannig að allir hópar köfunarsamfélagsins rúmist innan þeirra og auki öryggi kafara. Með aukningu á ferðaþjónustuköfun, þar sem hópar sportkafara skoða undirdjúp Íslands, er nauðsynlegt að tryggja að vel sé staðið að hlutum og að öryggi allra sé með allra besta móti. Köfun á að vera öruggt og skemmtilegt sport eins og fjallganga, klifur, og önnur útivist. Því þarf að gera kröfur um að einungis lærðir kafarar sem hlotið hafa þjálfun í meðhöndlun köfunarslysa og óhappa leiði slíka ferðamannaköfun. Við þurfum reglur sem kveða á um hámarksfjölda kafara á hvern leiðsögukafara í köfunarferðum og við þurfum að tryggja að leiðsögukafarar haldi þekkingu og færni sinni við og séu ávallt þjálfaðir til að bregðast við þeim aðstæðum sem koma upp hverju sinni. Það er ekki nóg að stjórnvöld standi fyrir því að bjóða ferðamönnum heim með átakinu „Inspired by Iceland” ef við ætlum ekki að gera okkar besta til þess að ferðamennirnir fái bestu og öruggustu þjónustu sem við getum boðið upp á og komist heilir heim. Sportkafarafélag Íslands kallar eftir ábyrgri afstöðu ráðamanna og skorar á Siglingastofnun og innanríkisráðuneytið að endurskoða nú þegar lög og reglugerð um köfun í samstarfi við þá aðila sem hafa köfun að atvinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sportköfun er eitt þeirra áhugamála sem er í verulegum vexti í heiminum. Þessi vöxtur endurspeglast í ferðamannaiðnaðinum hér á landi, en mikil aukning hefur verið í köfunartengdri ferðaþjónustu. Nú eru um níu fyrirtæki sem hafa tekjur að hluta til eða í heild af slíkri starfsemi. Sá köfunarstaður sem laðar hvað flesta ferðamenn að er Silfra á Þingvöllum, en þangað koma að jafnaði um 10-15 þúsund ferðamenn til að kafa á ári. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið duglegir að markaðssetja Silfru og hafa myndir birst af þeim undraheimi sem Silfra býr yfir í helstu köfunartímaritum heims. Markaðssetningin hefur borið góðan árangur og er Silfra talin vera einn af tíu áhugaverðustu ferskvatnsköfunarstöðum í heiminum. Með auknum fjölda kafara má því miður einnig gera ráð fyrir auknum fjölda óhappa. Á síðastliðnum árum hafa nokkur slys tengd köfun átt sér stað í Silfru og tvö þeirra alvarleg. Bæði alvarlegu slysin má að nokkru leyti rekja til þess að kafarar höfðu ekki næga köfunarreynslu til þess að kafa í þurrbúningi í köldu vatni og í öðru tilvikinu var menntun leiðsögukafara ábótavant. Af augljósum ástæðum er ekki mikið svigrúm til þess að gera mistök í köfun hvorki hjá leiðsöguköfurum né heldur hjá ferðamönnum sem kafa og í öðru alvarlega tilvikinu kostaði það líf ferðamannsins. Sportkafarafélag Íslands leggur ríka áherslu á öryggi við köfun og hefur ásamt þeim rekstraraðilum sem selja köfunarferðir kallað eftir breytingum á lögum nr. 31/1996 um köfun og reglugerð 535/2001. Þau lög og reglugerð sem gilda um atvinnuköfun, taka nær einungis mið af köfun sem tengist iðnaði eða björgun verðmæta úr sjó fyrir lögaðila og má segja að lögin og reglugerðin séu í raun barn síns tíma þar sem ekki var gert ráð fyrir að aðrir kafarar en hinir svokölluðu iðnaðarkafarar fengju greitt fyrir störf sín. Verulegar framfarir hafa orðið í köfunarsamfélaginu síðan lögin og reglugerðin tóku gildi og má segja að tvær gerðir atvinnukafara hafi bæst við, þ.e. ferðaþjónustukafarar og kafarar í þágu almannahagsmuna eins og lögregla og slökkvilið. Báðir þessir hópar fá greitt fyrir köfunarvinnu sína og flokkast því skv. 1. mgr. 2. gr. laganna til atvinnukafara. Bæði lögum og reglugerð þarf að breyta þannig að allir hópar köfunarsamfélagsins rúmist innan þeirra og auki öryggi kafara. Með aukningu á ferðaþjónustuköfun, þar sem hópar sportkafara skoða undirdjúp Íslands, er nauðsynlegt að tryggja að vel sé staðið að hlutum og að öryggi allra sé með allra besta móti. Köfun á að vera öruggt og skemmtilegt sport eins og fjallganga, klifur, og önnur útivist. Því þarf að gera kröfur um að einungis lærðir kafarar sem hlotið hafa þjálfun í meðhöndlun köfunarslysa og óhappa leiði slíka ferðamannaköfun. Við þurfum reglur sem kveða á um hámarksfjölda kafara á hvern leiðsögukafara í köfunarferðum og við þurfum að tryggja að leiðsögukafarar haldi þekkingu og færni sinni við og séu ávallt þjálfaðir til að bregðast við þeim aðstæðum sem koma upp hverju sinni. Það er ekki nóg að stjórnvöld standi fyrir því að bjóða ferðamönnum heim með átakinu „Inspired by Iceland” ef við ætlum ekki að gera okkar besta til þess að ferðamennirnir fái bestu og öruggustu þjónustu sem við getum boðið upp á og komist heilir heim. Sportkafarafélag Íslands kallar eftir ábyrgri afstöðu ráðamanna og skorar á Siglingastofnun og innanríkisráðuneytið að endurskoða nú þegar lög og reglugerð um köfun í samstarfi við þá aðila sem hafa köfun að atvinnu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar