Erlent

Birnir sluppu úr dýragarði - tvær konur látnar

Á myndinni má sjá tvo birni sem hafa verið skotnir í garðinum.
Á myndinni má sjá tvo birni sem hafa verið skotnir í garðinum. Mynd/AP
Birnir sem sluppu úr búrum sínum í dýragarði í Japan hafa drepið tvær konur í Akita héraði. Óljóst er hve margir birnir sluppu út en veiðimenn hafa skotið nokkra í dag. Konurnar tvær sem fundist hafa látnar eru taldir vera starfsmenn í garðinum. Um fjörutíu dýr eru í garðinum og eru flest þeirra birnir. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann og nú liggur snjór yfir öllu svæðinu. Íbúum í nærliggjandi bæum hefur verið skipað að halda sig innandyra og gefið var frí í skólum í dag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×