Bréf til þingheims um öryrkja 23. nóvember 2012 06:00 Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun