Umræða um lífræn matvæli á villigötum? Sverrir Örn Gunnarsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Fréttir hafa birst bæði á visir.is og á mbl.is um að lífræn matvæli séu ekki hollari en hefðbundin matvæli. Þó er vitnað í niðurstöður sem sýna að miklu minna af skordýraeitri finnst í lífrænum matvælum en þeim hefðbundnu, sem skiptir í raun og veru mjög miklu máli. Um var að ræða aðeins tveggja ára rannsókn um næringargildi tiltekinna matvæla og rannsóknin tekur þar af leiðandi ekki til greina hugsanlegar langtímaafleiðingar, t.d. af neyslu á skordýraeitri (rannsókn á vegum Stanford-háskólans). Þessu má líkja við rannsóknir á skaðsemi reykinga, sem eru kannski ekki svo miklar til skamms tíma, en til langs tíma, það þarf ekki að spyrja að því. Þannig að það er stór galli á rannsókn sem er að bera saman matvæli en spannar aðeins tvö ár. Lífrænir framleiðendur hafa ekki haldið því fram að næringartaflan sé eitthvað öðruvísi í lífrænum matvælum miðað við hefðbundin nema að litlu leyti. Þar sem undirritaður starfar í lífrænni mjólkurvinnslu getur hann tekið eitt lítið dæmi sem skiptir þó miklu máli hvað varðar hollustu vörunnar. Lífræn mjólk inniheldur að jafnaði mun meira af E-vítamíni, andoxunarefnum og ómega-3 fitusýrum en önnur mjólk, en skortur á ómega-3 er einmitt stór vandi í vestrænum heimi, þar sem neysla á ómega-6 fitusýrum er allt of mikil í hlutfalli við ómega-3 (allt of lítil).Í sátt við dýrin En um hvað snýst lífræn framleiðsla? Hún snýst ekki um að næringartaflan sé eitthvað öðruvísi, heldur að lífrænar afurðir eru framleiddar í sátt við dýrin og umhverfið. Í lífrænum vörum fara saman öryggi, hreinleiki, mikil bragðgæði og fjölþætt næringarsamsetning. Lífræn matvæli eru framleidd án eiturefna og tilbúins áburðar (sparar gjaldeyri fyrir þjóðarbúið í leiðinni). Með því að kaupa lífrænar vörur hvetur þú til skynsamlegrar landnýtingar og gróðurverndar. Lífrænar aðferðir draga úr hættu á ýmiss konar mengun í matvælum. Í lífrænni ræktun eru ekki notaðar aðferðir og efni sem eru náttúrunni og líkama okkar framandi. Lífrænar búfjárafurðir eru framleiddar með góðri meðferð dýra og náttúrulegum fóðurefnum og án hormóna. Erfðabreytt efni eru bönnuð í lífrænni framleiðslu. Við vinnslu og meðferð er lífrænum vörum haldið aðgreindum frá öðrum vörum og notkun íblöndunarefna er haldið innan strangra marka. Að einblína eingöngu á næringarefnainnihald er mikil einföldun á flóknu máli sem allir ættu að láta sig varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir hafa birst bæði á visir.is og á mbl.is um að lífræn matvæli séu ekki hollari en hefðbundin matvæli. Þó er vitnað í niðurstöður sem sýna að miklu minna af skordýraeitri finnst í lífrænum matvælum en þeim hefðbundnu, sem skiptir í raun og veru mjög miklu máli. Um var að ræða aðeins tveggja ára rannsókn um næringargildi tiltekinna matvæla og rannsóknin tekur þar af leiðandi ekki til greina hugsanlegar langtímaafleiðingar, t.d. af neyslu á skordýraeitri (rannsókn á vegum Stanford-háskólans). Þessu má líkja við rannsóknir á skaðsemi reykinga, sem eru kannski ekki svo miklar til skamms tíma, en til langs tíma, það þarf ekki að spyrja að því. Þannig að það er stór galli á rannsókn sem er að bera saman matvæli en spannar aðeins tvö ár. Lífrænir framleiðendur hafa ekki haldið því fram að næringartaflan sé eitthvað öðruvísi í lífrænum matvælum miðað við hefðbundin nema að litlu leyti. Þar sem undirritaður starfar í lífrænni mjólkurvinnslu getur hann tekið eitt lítið dæmi sem skiptir þó miklu máli hvað varðar hollustu vörunnar. Lífræn mjólk inniheldur að jafnaði mun meira af E-vítamíni, andoxunarefnum og ómega-3 fitusýrum en önnur mjólk, en skortur á ómega-3 er einmitt stór vandi í vestrænum heimi, þar sem neysla á ómega-6 fitusýrum er allt of mikil í hlutfalli við ómega-3 (allt of lítil).Í sátt við dýrin En um hvað snýst lífræn framleiðsla? Hún snýst ekki um að næringartaflan sé eitthvað öðruvísi, heldur að lífrænar afurðir eru framleiddar í sátt við dýrin og umhverfið. Í lífrænum vörum fara saman öryggi, hreinleiki, mikil bragðgæði og fjölþætt næringarsamsetning. Lífræn matvæli eru framleidd án eiturefna og tilbúins áburðar (sparar gjaldeyri fyrir þjóðarbúið í leiðinni). Með því að kaupa lífrænar vörur hvetur þú til skynsamlegrar landnýtingar og gróðurverndar. Lífrænar aðferðir draga úr hættu á ýmiss konar mengun í matvælum. Í lífrænni ræktun eru ekki notaðar aðferðir og efni sem eru náttúrunni og líkama okkar framandi. Lífrænar búfjárafurðir eru framleiddar með góðri meðferð dýra og náttúrulegum fóðurefnum og án hormóna. Erfðabreytt efni eru bönnuð í lífrænni framleiðslu. Við vinnslu og meðferð er lífrænum vörum haldið aðgreindum frá öðrum vörum og notkun íblöndunarefna er haldið innan strangra marka. Að einblína eingöngu á næringarefnainnihald er mikil einföldun á flóknu máli sem allir ættu að láta sig varða.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun