Skapandi greinar, menntun og rannsóknir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Starfshópur á vegum fimm ráðuneyta hefur unnið ítarlega greiningu á starfsumhverfi skapandi greina í nýútkominni skýrslu, Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Skýrslan markar tímamót í almennri umræðu um listir og menningu á Íslandi og er mikilvæg viðbót við áður útkomna skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina. Í þessari skýrslu er gildi skapandi greina í samfélagi okkar dregið fram og lagður grunnur að þróun faglegrar orðræðu á sviðinu. Auk þess er stjórnsýslulegu umhverfi greinanna lýst og opinber fjárframlög sundurgreind eftir sviðum. Starfshópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla list- og starfsmenntun á öllum stigum skólakerfisins en lýsir því jafnframt að fjölgun menntunartækifæra á meistarastigi sé nauðsynleg svo stuðla megi að fagmennsku og góðum undirbúningi fyrir atvinnu- og menningarlíf. Loks lýsir hópurinn skorti á rannsóknum á sviðinu og leggur fram tillögu um að komið verði á fót sérstökum rannsóknasjóði fyrir skapandi greinar, sem vistaður yrði hjá Rannsóknaráði Íslands.Kjarnaskóli Listaháskólinn fagnar þessum tillögum og skýrslunni í heild sinni, en útgáfa hennar styður vel við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan skólans undanfarin ár, bæði á sviði kennslu og rannsókna. Skólinn starfar nú á sínu þrettánda starfsári og býður upp á grunnnám á ellefu námsbrautum og framhaldsnám á fimm. Hann er eini háskólinn á Íslandi sem hlotið hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á fræðasviðinu listir, og lítur hann á sig sem kjarnaskóla skapandi greina hér á landi. Þannig er hann leiðandi í uppbyggingu þekkingar á sviðinu og gegnir lykilhlutverki í að skapa opið og virkt umhverfi fyrir rannsóknarstarf listamanna og hönnuða. Tilkoma fjölbreytts og öflugs meistaranáms er grundvöllur fyrir því að skólinn geti sinnt þessu hlutverki sínu. Öflugt rannsóknarumhverfi er forsenda þekkingarsköpunar í hverju samfélagi og gegna háskólar lykilhlutverki í mótun og þróun slíks umhverfis. Í Listaháskóla Íslands leiða akademískir starfsmenn rannsóknarverkefni í krafti sérþekkingar sinnar, með virkri þátttöku nemenda. Afrakstri verkefna þeirra er miðlað í hinum ýmsu listmiðlum, s.s. myndverki, tónverki, gjörningi, hönnunarverki, manngerðu umhverfi, dansverki, leikverki eða hvaða mynd sem verk viðkomandi listamanns kann að taka á sig. Undanfarin misseri hefur skólinn þróað leiðir til að styrkja innviði sína og stoðþjónustu til eflingar rannsóknarstarfi, og þróað með sér rannsóknarmenningu sem stuðlar að gagnrýninni umræðu um innihald, aðferðir og miðlun. Allri sjálfstæðri vinnu kennara skólans, hvort sem hún felur í sér listsköpun, listflutning eða fræðistörf, er miðlað í opnum gagnagrunni á heimasíðu skólans. Markmið gagnagrunnsins er að kortleggja og miðla þeim verkefnum sem kennarar skólans leiða hver á sínu sviði, en hann er í stöðugri þróun og tekur mið af eðli verkefnanna og þeim miðlum sem skilgreina þau. (http://rannsoknagrunnur.lhi.is/is/rannsoknir/folk/).Aukið fjármagn Það er einungis með auknu fjármagni, jafnt grunnfé á fjárframlögum ríkisins og með aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum, sem mögulegt verður að stuðla að uppbyggingu þekkingar í listum. Í þeim löndum sem skólinn ber sig saman við er frumsköpun listamanna löngu orðin viðurkennd sem rannsóknarferli, þ.e. ef viðkomandi listamaður skilgreinir verk sín á þann hátt og miðlar þeim bæði innan akademísks samhengis sem og á opinberum menningarvettvangi. Þannig hafa kollegar í listaháskólum víða erlendis aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum sem byggja á jafningjamati í stað þess að þurfa að keppa t.d. við stjörnufræðinga eða stjórnmálafræðinga um rannsóknarfé. Jafningjamat á fræðasviði lista þýðir að fagaðilar sviðsins meta umsóknir, þ.e. mat er lagt á verkefni af utanaðkomandi listamönnum sem hafa þekkingu og reynslu á sviðinu. Fyrir utan aðgengi að samkeppnissjóðum er það enn brýnna verkefni að Listaháskólinn njóti jafnræðis á við aðra háskóla í landinu og að honum verði tryggt grunnfé til þessa mikilvæga starfsþáttar sem allar menntastofnanir á háskólastigi byggja á og er undirstaða kennslu. Mikilvægt er að vísinda- og nýsköpunarumhverfið hér á landi dragist ekki lengra aftur úr en orðið er og þróist í takt við samanburðarlöndin. Geta má þess að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram áætlun 2014-2020 undir yfirskriftinni „Skapandi Evrópa”, þar sem ríki og sveitarstjórn Evrópulanda eru hvött til þess að spýta í lófana og auka framlög sín til skapandi greina og menningar. Því leikur enginn vafi á að málaflokkurinn leikur lykilhlutverk í vexti og viðhaldi samfélaga framtíðarinnar, og við því verður að bregðast einnig hér á landi. Listaháskólinn kallar því á að stjórnvöld taki til greina þá góðu vinnu sem starfshópur ofangreindrar skýrslu hefur unnið og íhugi alvarlega að hleypa kennurum Listaháskólans að í samfélagi rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Starfshópur á vegum fimm ráðuneyta hefur unnið ítarlega greiningu á starfsumhverfi skapandi greina í nýútkominni skýrslu, Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Skýrslan markar tímamót í almennri umræðu um listir og menningu á Íslandi og er mikilvæg viðbót við áður útkomna skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina. Í þessari skýrslu er gildi skapandi greina í samfélagi okkar dregið fram og lagður grunnur að þróun faglegrar orðræðu á sviðinu. Auk þess er stjórnsýslulegu umhverfi greinanna lýst og opinber fjárframlög sundurgreind eftir sviðum. Starfshópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla list- og starfsmenntun á öllum stigum skólakerfisins en lýsir því jafnframt að fjölgun menntunartækifæra á meistarastigi sé nauðsynleg svo stuðla megi að fagmennsku og góðum undirbúningi fyrir atvinnu- og menningarlíf. Loks lýsir hópurinn skorti á rannsóknum á sviðinu og leggur fram tillögu um að komið verði á fót sérstökum rannsóknasjóði fyrir skapandi greinar, sem vistaður yrði hjá Rannsóknaráði Íslands.Kjarnaskóli Listaháskólinn fagnar þessum tillögum og skýrslunni í heild sinni, en útgáfa hennar styður vel við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan skólans undanfarin ár, bæði á sviði kennslu og rannsókna. Skólinn starfar nú á sínu þrettánda starfsári og býður upp á grunnnám á ellefu námsbrautum og framhaldsnám á fimm. Hann er eini háskólinn á Íslandi sem hlotið hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á fræðasviðinu listir, og lítur hann á sig sem kjarnaskóla skapandi greina hér á landi. Þannig er hann leiðandi í uppbyggingu þekkingar á sviðinu og gegnir lykilhlutverki í að skapa opið og virkt umhverfi fyrir rannsóknarstarf listamanna og hönnuða. Tilkoma fjölbreytts og öflugs meistaranáms er grundvöllur fyrir því að skólinn geti sinnt þessu hlutverki sínu. Öflugt rannsóknarumhverfi er forsenda þekkingarsköpunar í hverju samfélagi og gegna háskólar lykilhlutverki í mótun og þróun slíks umhverfis. Í Listaháskóla Íslands leiða akademískir starfsmenn rannsóknarverkefni í krafti sérþekkingar sinnar, með virkri þátttöku nemenda. Afrakstri verkefna þeirra er miðlað í hinum ýmsu listmiðlum, s.s. myndverki, tónverki, gjörningi, hönnunarverki, manngerðu umhverfi, dansverki, leikverki eða hvaða mynd sem verk viðkomandi listamanns kann að taka á sig. Undanfarin misseri hefur skólinn þróað leiðir til að styrkja innviði sína og stoðþjónustu til eflingar rannsóknarstarfi, og þróað með sér rannsóknarmenningu sem stuðlar að gagnrýninni umræðu um innihald, aðferðir og miðlun. Allri sjálfstæðri vinnu kennara skólans, hvort sem hún felur í sér listsköpun, listflutning eða fræðistörf, er miðlað í opnum gagnagrunni á heimasíðu skólans. Markmið gagnagrunnsins er að kortleggja og miðla þeim verkefnum sem kennarar skólans leiða hver á sínu sviði, en hann er í stöðugri þróun og tekur mið af eðli verkefnanna og þeim miðlum sem skilgreina þau. (http://rannsoknagrunnur.lhi.is/is/rannsoknir/folk/).Aukið fjármagn Það er einungis með auknu fjármagni, jafnt grunnfé á fjárframlögum ríkisins og með aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum, sem mögulegt verður að stuðla að uppbyggingu þekkingar í listum. Í þeim löndum sem skólinn ber sig saman við er frumsköpun listamanna löngu orðin viðurkennd sem rannsóknarferli, þ.e. ef viðkomandi listamaður skilgreinir verk sín á þann hátt og miðlar þeim bæði innan akademísks samhengis sem og á opinberum menningarvettvangi. Þannig hafa kollegar í listaháskólum víða erlendis aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum sem byggja á jafningjamati í stað þess að þurfa að keppa t.d. við stjörnufræðinga eða stjórnmálafræðinga um rannsóknarfé. Jafningjamat á fræðasviði lista þýðir að fagaðilar sviðsins meta umsóknir, þ.e. mat er lagt á verkefni af utanaðkomandi listamönnum sem hafa þekkingu og reynslu á sviðinu. Fyrir utan aðgengi að samkeppnissjóðum er það enn brýnna verkefni að Listaháskólinn njóti jafnræðis á við aðra háskóla í landinu og að honum verði tryggt grunnfé til þessa mikilvæga starfsþáttar sem allar menntastofnanir á háskólastigi byggja á og er undirstaða kennslu. Mikilvægt er að vísinda- og nýsköpunarumhverfið hér á landi dragist ekki lengra aftur úr en orðið er og þróist í takt við samanburðarlöndin. Geta má þess að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram áætlun 2014-2020 undir yfirskriftinni „Skapandi Evrópa”, þar sem ríki og sveitarstjórn Evrópulanda eru hvött til þess að spýta í lófana og auka framlög sín til skapandi greina og menningar. Því leikur enginn vafi á að málaflokkurinn leikur lykilhlutverk í vexti og viðhaldi samfélaga framtíðarinnar, og við því verður að bregðast einnig hér á landi. Listaháskólinn kallar því á að stjórnvöld taki til greina þá góðu vinnu sem starfshópur ofangreindrar skýrslu hefur unnið og íhugi alvarlega að hleypa kennurum Listaháskólans að í samfélagi rannsókna og nýsköpunar hér á landi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun