Opið bréf til þingmanna Kristófer Sigurðsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Ágætu þingmenn Guðrún Erlingsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir. Ég vil byrja á að fagna áhuganum sem þið sýnið heildrænum meðferðum með nýlegri þingsályktunartillögu ykkar. Það er sannarlega kominn tími til að auka vitund og virðingu samfélagsins fyrir heildrænni meðferð. Sú hugmynd að meginþorra heilsuvandamála þeirra er mannfólk hrjáir megi einangra niður á einhverja mekaník og meðhöndla með einni góðri pillu hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Ég vil þó leggja til aðra sýn á þetta.Af andlegum toga Lög um heilbrigðisþjónustu taka fram að hún sé til þess að annast líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Þessi skilgreining er afar lýsandi. Rannsóknir hafa verið gerðar á þeim vandamálum sem fólk ber undir lækna. Rannsóknirnar sýna að stór hluti vandamálanna snýr að sálarlífinu. Menntun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks er því, eðlilega, afar miðuð að því að geta hlúð að andlegri heilsu. Læknar veita oft meðferð sem snýst eingöngu um að hlusta og sýna fólki skilning. Margoft hef ég veitt og oftar séð aðra veita meðferð sem felst einkum í ráðleggingum frekar en inngripum eða lyfjum. Margir læknar hafa mikla menntun og reynslu í samtalsmeðferðum og meðferð blandaðra andlegra, líkamlegra og félagslegra vandamála. Hér má nefna heimilislækna, krabbameinslækna, öldrunarlækna og geðlækna. Læknar hafa margt fleira í boði en lyf. Oft felst læknismeðferð í næringarráðgjöf, hvatningu og eftirfylgd, að því ógleymdu þegar ráðleggingin er að bíða og láta líkamann laga þetta sjálfan. Heilbrigðiskerfið er aukinheldur mun meira en bara læknar. Innan þess vinna margar ólíkar fagstéttir saman að því markmiði að hlúa að velferð skjólstæðinganna. Hjúkrunarfræðingar hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess með alúð sinni, hlýlegri aðhlynningu á erfiðum stundum og einstaklingsbundinni nálgun á vandamál. Þeir hafa gefið fólki með hin ýmsu vandamál kost á að lifa lífi sínu á sínum forsendum. Sálfræðingar hafa lengi verið til og styrkjast stöðugt. Með sífelldri þróun á aðferðum hafa þeir tryggt stöðu sína í framlínu heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfarar eru gífurlega mikilvæg stétt sem sérhæfir sig m.a. í stoðkerfisvandamálum og veitir meðferðir, ráðleggingar og aðra aðstoð við endurhæfingu, styrkingu, uppbyggingu og fleira, bæði hvað varðar vöðva og bein, en einnig hjarta, lungu og fleira. Læknar leiða gjarnan teymisvinnuna, greina vandamálið, kalla inn samstarfsfólk sitt úr öðrum stéttum og stjórna meðferðinni. Heilbrigðiskerfið er samansett úr mörgum ólíkum fagstéttum sem skarast verulega, en eru vel menntaður hópur sem veitir fjölbreytilega þjónustu í átt að sameiginlegu markmiði. Þjónustan föst í gömlum bókum! Þetta er alrangt. Á síðustu áratugum hafa margar nýjar stéttir bæst við með afar mismunandi aðferðafræði. Hér má nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og fleiri. Bæði „nýju“ stéttirnar og þær „gömlu“ brydda svo sífellt upp á einhverju nýju. Kenningar breytast í takt við nýja þekkingu. Sálfræðingar komu t.d. sterkir inn með hugræna atferlismeðferð (HAM), sönnuðu rækilega að hún virkar og unnu henni fljótlega sterkan sess. Fjölskylduhjúkrun er spennandi svið sem mikið er talað um. Annað nýtt og spennandi er meðferð lífstílssjúkdóma hjá næringarfræðingum, íþróttafræðingum og sjúkraþjálfurum í samstarfi við lækna. Vafalítið munum við halda áfram að sjá fleiri heilbrigðisstéttir með nýjar og spennandi nálganir. Við tökum slíkum nýjungum áfram með opnum örmum, ef nýjungarnar geta sýnt fram á öryggi sitt og notagildi á vísindalegan hátt.Hvernig má bæta þjónustuna? Því skal alls ekki neitað að margt þarf að gera til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Það þarf að efla frumheilsugæslu. Í dag eru 50.000 Íslendingar án heimilislæknis. Efla þarf verulega þátttöku kerfisins í kostnaði við aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Hér ber einna helst að nefna þá þjónustu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og tannlæknar veita. Sjúkrahúsin eru undirmönnuð og reiða sig á gjafafé til að útvega sér límband á tæki sem eru að hruni komin. Það sem á ekki að gera er að trana fram aðferðum sem ekki hafa sýnt fram á gildi sitt nema síður sé, svokallaðra græðara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágætu þingmenn Guðrún Erlingsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir. Ég vil byrja á að fagna áhuganum sem þið sýnið heildrænum meðferðum með nýlegri þingsályktunartillögu ykkar. Það er sannarlega kominn tími til að auka vitund og virðingu samfélagsins fyrir heildrænni meðferð. Sú hugmynd að meginþorra heilsuvandamála þeirra er mannfólk hrjáir megi einangra niður á einhverja mekaník og meðhöndla með einni góðri pillu hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Ég vil þó leggja til aðra sýn á þetta.Af andlegum toga Lög um heilbrigðisþjónustu taka fram að hún sé til þess að annast líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Þessi skilgreining er afar lýsandi. Rannsóknir hafa verið gerðar á þeim vandamálum sem fólk ber undir lækna. Rannsóknirnar sýna að stór hluti vandamálanna snýr að sálarlífinu. Menntun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks er því, eðlilega, afar miðuð að því að geta hlúð að andlegri heilsu. Læknar veita oft meðferð sem snýst eingöngu um að hlusta og sýna fólki skilning. Margoft hef ég veitt og oftar séð aðra veita meðferð sem felst einkum í ráðleggingum frekar en inngripum eða lyfjum. Margir læknar hafa mikla menntun og reynslu í samtalsmeðferðum og meðferð blandaðra andlegra, líkamlegra og félagslegra vandamála. Hér má nefna heimilislækna, krabbameinslækna, öldrunarlækna og geðlækna. Læknar hafa margt fleira í boði en lyf. Oft felst læknismeðferð í næringarráðgjöf, hvatningu og eftirfylgd, að því ógleymdu þegar ráðleggingin er að bíða og láta líkamann laga þetta sjálfan. Heilbrigðiskerfið er aukinheldur mun meira en bara læknar. Innan þess vinna margar ólíkar fagstéttir saman að því markmiði að hlúa að velferð skjólstæðinganna. Hjúkrunarfræðingar hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess með alúð sinni, hlýlegri aðhlynningu á erfiðum stundum og einstaklingsbundinni nálgun á vandamál. Þeir hafa gefið fólki með hin ýmsu vandamál kost á að lifa lífi sínu á sínum forsendum. Sálfræðingar hafa lengi verið til og styrkjast stöðugt. Með sífelldri þróun á aðferðum hafa þeir tryggt stöðu sína í framlínu heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfarar eru gífurlega mikilvæg stétt sem sérhæfir sig m.a. í stoðkerfisvandamálum og veitir meðferðir, ráðleggingar og aðra aðstoð við endurhæfingu, styrkingu, uppbyggingu og fleira, bæði hvað varðar vöðva og bein, en einnig hjarta, lungu og fleira. Læknar leiða gjarnan teymisvinnuna, greina vandamálið, kalla inn samstarfsfólk sitt úr öðrum stéttum og stjórna meðferðinni. Heilbrigðiskerfið er samansett úr mörgum ólíkum fagstéttum sem skarast verulega, en eru vel menntaður hópur sem veitir fjölbreytilega þjónustu í átt að sameiginlegu markmiði. Þjónustan föst í gömlum bókum! Þetta er alrangt. Á síðustu áratugum hafa margar nýjar stéttir bæst við með afar mismunandi aðferðafræði. Hér má nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og fleiri. Bæði „nýju“ stéttirnar og þær „gömlu“ brydda svo sífellt upp á einhverju nýju. Kenningar breytast í takt við nýja þekkingu. Sálfræðingar komu t.d. sterkir inn með hugræna atferlismeðferð (HAM), sönnuðu rækilega að hún virkar og unnu henni fljótlega sterkan sess. Fjölskylduhjúkrun er spennandi svið sem mikið er talað um. Annað nýtt og spennandi er meðferð lífstílssjúkdóma hjá næringarfræðingum, íþróttafræðingum og sjúkraþjálfurum í samstarfi við lækna. Vafalítið munum við halda áfram að sjá fleiri heilbrigðisstéttir með nýjar og spennandi nálganir. Við tökum slíkum nýjungum áfram með opnum örmum, ef nýjungarnar geta sýnt fram á öryggi sitt og notagildi á vísindalegan hátt.Hvernig má bæta þjónustuna? Því skal alls ekki neitað að margt þarf að gera til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Það þarf að efla frumheilsugæslu. Í dag eru 50.000 Íslendingar án heimilislæknis. Efla þarf verulega þátttöku kerfisins í kostnaði við aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Hér ber einna helst að nefna þá þjónustu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og tannlæknar veita. Sjúkrahúsin eru undirmönnuð og reiða sig á gjafafé til að útvega sér límband á tæki sem eru að hruni komin. Það sem á ekki að gera er að trana fram aðferðum sem ekki hafa sýnt fram á gildi sitt nema síður sé, svokallaðra græðara.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun