Fagna ber samstöðu í öryggismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar 6. desember 2012 06:00 Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmiseftirliti hér á landi í Fréttablaðinu 15. nóvember sl. Það er vissulega rétt hjá Árna Þór að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þrátt fyrir að því sé lokið og nú um stundir sé friðsælt á Norður-Atlantshafi, þá hvarf ekki sú grundvallarskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi og varnir landsins til frambúðar. Markmiðið með samstarfinu er fyrst og fremst að efla öryggi og tryggja sameiginlega hagsmuni svæðisins í heild. Í kalda stríðinu voru Norðurlöndin klofin í afstöðu sinni til öryggis- og varnarmála, sem helgaðist af ólíkri afstöðu þeirra til varnarsamstarfs vestrænna ríkja. Á þessum tíma voru þessi mál ekki rædd á þingum Norðurlandaráðs. Því ber að fagna að þau eru orðin að pólitísku viðfangsefni ríkjanna á þessum vettvangi, þó svo að bæði Svíþjóð og Finnland standi utan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Aukið samstarf Árið 2009 kynnti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, skýrslu sem hann vann fyrir utanríkisráðherra Norðurlandanna um möguleika á auknu samstarfi þeirra í öryggismálum. Stoltenberg mælti meðal annars með því að löndin hefðu samstarf um loftrýmisgæslu yfir Íslandi, eftirlit með hafsvæðum allt í kringum Norðurlöndin og samstarf í alþjóðaverkefnum. Á undanförnum árum hafa þau aukið samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum og bæði Svíar og Finnar hafa starfað náið með NATO á síðustu árum í ýmsum verkefnum, eins og friðargæslu. Með brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli árið 2006 skapaðist öryggistómarúm, þar sem stórt svæði á Norður-Atlantshafi var skilið eftir án reglubundins eftirlits og Ísland var eina þjóðin í NATO sem stóð eftir án loftvarna. Í kjölfarið hófst tímabundin loftrýmisgæsla NATO þjóða á Íslandi í nokkrar vikur í senn. Þessi gæsla gegnir því hlutverki að vera sýnileg vörn sem og æfingar fyrir viðkomandi flugheri. Það er skylda bandalagsins að koma Íslandi til hjálpar ef öryggi þess er ógnað. Því er nauðsynlegt að þau ríki sem kæmu til varnar hafi þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum.Merkur áfangi Yfirlýsing Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi er merkur áfangi í norrænu samstarfi og í fullu samræmi við tillögur Stoltenberg um nánari samvinnu Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum. Ríkin taka þar með þátt í að uppfylla það öryggistómarúm sem myndaðist með brotthvarfi varnarliðsins. Við teljum að Svíar og Finnar séu ekki með þessu framtaki að taka þátt í stríðsleikjum eða hernaðarbrölti, heldur dýpka og styrkja norrænt samstarf. Eitt af höfuðeinkennum norrænna velferðaríkja er að borgarar þess búa við frið og öryggi. Stuðningsmenn ríkisstjórnar sem kenna sig við norræna velferð ættu því að fagna samstöðu þessara ríkja um að tryggja öryggi á norðlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmiseftirliti hér á landi í Fréttablaðinu 15. nóvember sl. Það er vissulega rétt hjá Árna Þór að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þrátt fyrir að því sé lokið og nú um stundir sé friðsælt á Norður-Atlantshafi, þá hvarf ekki sú grundvallarskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi og varnir landsins til frambúðar. Markmiðið með samstarfinu er fyrst og fremst að efla öryggi og tryggja sameiginlega hagsmuni svæðisins í heild. Í kalda stríðinu voru Norðurlöndin klofin í afstöðu sinni til öryggis- og varnarmála, sem helgaðist af ólíkri afstöðu þeirra til varnarsamstarfs vestrænna ríkja. Á þessum tíma voru þessi mál ekki rædd á þingum Norðurlandaráðs. Því ber að fagna að þau eru orðin að pólitísku viðfangsefni ríkjanna á þessum vettvangi, þó svo að bæði Svíþjóð og Finnland standi utan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Aukið samstarf Árið 2009 kynnti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, skýrslu sem hann vann fyrir utanríkisráðherra Norðurlandanna um möguleika á auknu samstarfi þeirra í öryggismálum. Stoltenberg mælti meðal annars með því að löndin hefðu samstarf um loftrýmisgæslu yfir Íslandi, eftirlit með hafsvæðum allt í kringum Norðurlöndin og samstarf í alþjóðaverkefnum. Á undanförnum árum hafa þau aukið samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum og bæði Svíar og Finnar hafa starfað náið með NATO á síðustu árum í ýmsum verkefnum, eins og friðargæslu. Með brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli árið 2006 skapaðist öryggistómarúm, þar sem stórt svæði á Norður-Atlantshafi var skilið eftir án reglubundins eftirlits og Ísland var eina þjóðin í NATO sem stóð eftir án loftvarna. Í kjölfarið hófst tímabundin loftrýmisgæsla NATO þjóða á Íslandi í nokkrar vikur í senn. Þessi gæsla gegnir því hlutverki að vera sýnileg vörn sem og æfingar fyrir viðkomandi flugheri. Það er skylda bandalagsins að koma Íslandi til hjálpar ef öryggi þess er ógnað. Því er nauðsynlegt að þau ríki sem kæmu til varnar hafi þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum.Merkur áfangi Yfirlýsing Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi er merkur áfangi í norrænu samstarfi og í fullu samræmi við tillögur Stoltenberg um nánari samvinnu Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum. Ríkin taka þar með þátt í að uppfylla það öryggistómarúm sem myndaðist með brotthvarfi varnarliðsins. Við teljum að Svíar og Finnar séu ekki með þessu framtaki að taka þátt í stríðsleikjum eða hernaðarbrölti, heldur dýpka og styrkja norrænt samstarf. Eitt af höfuðeinkennum norrænna velferðaríkja er að borgarar þess búa við frið og öryggi. Stuðningsmenn ríkisstjórnar sem kenna sig við norræna velferð ættu því að fagna samstöðu þessara ríkja um að tryggja öryggi á norðlægum slóðum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun