Hin ógurlega Algebra Guðni Rúnar Jónasson skrifar 6. desember 2012 06:00 Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim í þvílíku magni að við rekumst á vegg þegar við eigum að skynja og skilja tölfræðina sem að baki því liggur. Tölur eins og: Sex hundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki saknæmt. 45% kvenna í Evrópusambandslöndum hafa orðið fyrir ofbeldi karlmanna. Sjö konur deyja daglega í heiminum af völdum heimilisofbeldis og að lokum þá kostar heimilisofbeldi Evrópulöndin 3.220.480.000.– krónur árlega. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í slíkum aðstæðum rekur okkur í vitsmunalegt strand. Við höfum ekki andlegu tólin til að geta unnið úr gögnunum. Eddy Izzard náði þessu eiginlega langbest þegar hann fjallaði um málefnið í uppistandi sínu: „Þú hefur drepið yfir 100.000 manns! Vá! Þú hlýtur að vakna alveg rosalega snemma á morgnana til að ná þessum árangri. Ég kem mér varla í ræktina!“ Við eigum erfitt með að hafa samkennd með tölum og þurfum því að reikna þær niður í stærðir sem við skiljum. Þetta er þó ekki sá útreikningur sem ég ætla að tala um. Sá reikningur er mun nærtækari, einstaklingsbundnari og auðskiljanlegri þó svo að okkur bjóði við honum. Við skiljum þjáningar einstaklingsins, þær eru stæða sem við náum utan um. Um er að ræða líkindareikning, áhættumat og hina huglægu stærðfræði sjálfbjargarinnar. Þetta er útreikningurinn sem allir þolendur kynbundins ofbeldis og í raun allir þolendur kerfisbundinna níða þurfa að framkvæma daglega, því þó að ofbeldið eigi sér stað óreglulega og jafnvel líði mánuðir á milli atvika, vofir það alltaf yfir og áhættumatið er sífellt í gangi. „Hvað gerði ég vitlaust?“, „Hvað get ég gert til að sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur?“ eru hræðilegar jöfnur en þær geta verið mun erfiðari: „Hvernig tryggi ég að hann fari ekki í börnin?“, „Hvernig tryggi ég að enginn sjái hvernig mér tókst að klúðra málunum?“, „Mun hann stoppa núna?“ Enginn getur fullkomlega sett sig í spor þolanda kynbundins ofbeldis án þess að þurfa að þola það á eigin skinni. En maður getur gert sitt besta til að skilja þjáningu einstaklingsins sem verður fyrir kynbundnu ofbeldi, því það er nefnilega töluvert auðveldara að setja sig í spor milljóna ef maður gerir sér grein fyrir því að á bak við hverja tölu eru einstaklingar sem ganga í gegnum þessa hræðilegu útreikninga daglega. Kynbundið ofbeldi er ekki tölfræði heldur einstaklingsbundnar þjáningar sem við sem samfélag eigum aldrei að líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim í þvílíku magni að við rekumst á vegg þegar við eigum að skynja og skilja tölfræðina sem að baki því liggur. Tölur eins og: Sex hundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki saknæmt. 45% kvenna í Evrópusambandslöndum hafa orðið fyrir ofbeldi karlmanna. Sjö konur deyja daglega í heiminum af völdum heimilisofbeldis og að lokum þá kostar heimilisofbeldi Evrópulöndin 3.220.480.000.– krónur árlega. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í slíkum aðstæðum rekur okkur í vitsmunalegt strand. Við höfum ekki andlegu tólin til að geta unnið úr gögnunum. Eddy Izzard náði þessu eiginlega langbest þegar hann fjallaði um málefnið í uppistandi sínu: „Þú hefur drepið yfir 100.000 manns! Vá! Þú hlýtur að vakna alveg rosalega snemma á morgnana til að ná þessum árangri. Ég kem mér varla í ræktina!“ Við eigum erfitt með að hafa samkennd með tölum og þurfum því að reikna þær niður í stærðir sem við skiljum. Þetta er þó ekki sá útreikningur sem ég ætla að tala um. Sá reikningur er mun nærtækari, einstaklingsbundnari og auðskiljanlegri þó svo að okkur bjóði við honum. Við skiljum þjáningar einstaklingsins, þær eru stæða sem við náum utan um. Um er að ræða líkindareikning, áhættumat og hina huglægu stærðfræði sjálfbjargarinnar. Þetta er útreikningurinn sem allir þolendur kynbundins ofbeldis og í raun allir þolendur kerfisbundinna níða þurfa að framkvæma daglega, því þó að ofbeldið eigi sér stað óreglulega og jafnvel líði mánuðir á milli atvika, vofir það alltaf yfir og áhættumatið er sífellt í gangi. „Hvað gerði ég vitlaust?“, „Hvað get ég gert til að sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur?“ eru hræðilegar jöfnur en þær geta verið mun erfiðari: „Hvernig tryggi ég að hann fari ekki í börnin?“, „Hvernig tryggi ég að enginn sjái hvernig mér tókst að klúðra málunum?“, „Mun hann stoppa núna?“ Enginn getur fullkomlega sett sig í spor þolanda kynbundins ofbeldis án þess að þurfa að þola það á eigin skinni. En maður getur gert sitt besta til að skilja þjáningu einstaklingsins sem verður fyrir kynbundnu ofbeldi, því það er nefnilega töluvert auðveldara að setja sig í spor milljóna ef maður gerir sér grein fyrir því að á bak við hverja tölu eru einstaklingar sem ganga í gegnum þessa hræðilegu útreikninga daglega. Kynbundið ofbeldi er ekki tölfræði heldur einstaklingsbundnar þjáningar sem við sem samfélag eigum aldrei að líða.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun