Lífið

Bað höfund Grey's Anatomy að skrifa sig aftur inn

Katherina Heigl vill snúa aftur í læknaþættina Grey’s Anatomy.
Katherina Heigl vill snúa aftur í læknaþættina Grey’s Anatomy.
Leikkonan Katherine Heigl vill snúa aftur í læknaþættina Grey"s Anatomy. Hún hefur beðið Shonda Rhimes, höfund þáttanna, um að skrifa sig inn í þættina en veit ekki hvort henni verður að ósk sinni.

„Að semja svona þætti er mjög flókið. Hún þarf að skrifa fyrir mjög margar persónur þannig að ég veit ekki hvort ég passa inn í sýn þeirra á þessa þáttaröð sem er í gangi, á þá næstu eða hversu lengi sem þetta á eftir að ganga,“ sagði Heigl. Hún yfirgaf Grey"s Anatomy árið 2010 með látum eftir að hafa gagnrýnt persónu sína, Izzie Stevens.

Hinn 33 ára Heigl vill vita hver örlög Stevens verða en hún sást síðast yfirgefa Seattle Grace-sjúkrahúsið eftir að eiginmaður hennar Alex batt enda á samband þeirra. „Ég vil bara vita hvað kom fyrir hana, hvert hún fór og hvað hún er að gera í dag.“

Heigl hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik upp á síðkastið. Hún lék í rómantísku myndinni New Year"s Eve og nýlega lauk hún við leik sinn í The Wedding þar sem Robert De Niro, Diane Keaton og Robin Williams eru mótleikarar hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.