Leikkonan Blake Lively hefur átt í sambandi við kanadíska leikarann Ryan Reynolds undanfarna mánuði. The Enquirer heldur því fram að þótt parið sé yfir sig ástfangið séu þegar komnir brestir í sambandið og er það hundum þeirra að kenna.
Lively á smáhundinn Penny sem er af Malteser kyni og er henni uppsigað við hund Reynolds, Baxter sem er af Golden Retriever kyni.
„Penny er dekurdýr og er meinilla við það að Blake sýni Baxter athygli. Hún á mjög erfitt með að aðlagast nýjum heimilisaðstæðum og ræðst oft á Baxter. Blake og Ryan eru oft dauðþreytt eftir að hafa reynt að halda friðinn og þetta er farið að hafa áhrif á sambandið,“ hafði tímaritið eftir innanbúðarmanni.
Hundarnir skemma ástarsambandið
