Innlimun hvað? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti." Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert. En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti. En hann getur hins vegar talað við íbúa Eystrasaltsríkjanna um það hvernig var að búa undir járnhæl Sovétríkjanna, eftir að Jósef Stalín innlimaði þau á tímum seinni heimsstyrjaldar. Öll Eystrasaltsríkin gengu í ESB, í kjölfar hruns kommúnismans upp úr 1990, og gerðust þar með aðilar að samstarfi 27 lýðræðisríkja Evrópu. Þess vegna verða ummæli Harðar að skrifast á tilfinningar, rétt eins og annað „innlimunartal" annarra andstæðinga ESB. Bændablaðið, sem segir sig vera „málgagn bænda og landsbyggðar" getur líka bætt við frasanum „og andstöðu gegn ESB" því umfjöllun Bændablaðsins er nánast alfarið á neikvæðum nótum varðandi ESB-málið. Bændablaðið finnur ESB hreinlega allt til foráttu. Blaðinu er dreift ókeypis og kemur stundum út í allt að 60.000 eintökum. Þá er því einnig stundum dreift með Morgunblaðinu, sem berst jú af alefli gegn ESB. Hins vegar er margt á huldu varðandi rekstur Bændablaðsins og hvergi er t.d. hægt að finna opinberar upplýsingar um rekstur blaðsins, hvað þá ársreikninga. Hvers vegna er það svo? Blað á borð við Bændablaðið, sem ekki birtir opinberlega ársreikninga sína, getur varla talist lýðræðislegur miðill. Í lok greinarinnar segir Hörður að Íslendingar eigi mikið af auðlindum, vatni og öðru slíku, sem er alveg rétt. Svo segir hann: „Við erum með öll bestu trompin á hendi og hvers vegna ættum við að afhenda þau stjórnmálamönnum úti í Brussel." Það stendur hins vegar ekki til og hefur aldrei staðið til! Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gera það? Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og hefur fullan yfirráðarétt yfir sínum auðlindum. ESB getur ekki og ætlar sér ekki að hrifsa þau frá okkur, hvorki með innlimun né öðrum aðferðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti." Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert. En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti. En hann getur hins vegar talað við íbúa Eystrasaltsríkjanna um það hvernig var að búa undir járnhæl Sovétríkjanna, eftir að Jósef Stalín innlimaði þau á tímum seinni heimsstyrjaldar. Öll Eystrasaltsríkin gengu í ESB, í kjölfar hruns kommúnismans upp úr 1990, og gerðust þar með aðilar að samstarfi 27 lýðræðisríkja Evrópu. Þess vegna verða ummæli Harðar að skrifast á tilfinningar, rétt eins og annað „innlimunartal" annarra andstæðinga ESB. Bændablaðið, sem segir sig vera „málgagn bænda og landsbyggðar" getur líka bætt við frasanum „og andstöðu gegn ESB" því umfjöllun Bændablaðsins er nánast alfarið á neikvæðum nótum varðandi ESB-málið. Bændablaðið finnur ESB hreinlega allt til foráttu. Blaðinu er dreift ókeypis og kemur stundum út í allt að 60.000 eintökum. Þá er því einnig stundum dreift með Morgunblaðinu, sem berst jú af alefli gegn ESB. Hins vegar er margt á huldu varðandi rekstur Bændablaðsins og hvergi er t.d. hægt að finna opinberar upplýsingar um rekstur blaðsins, hvað þá ársreikninga. Hvers vegna er það svo? Blað á borð við Bændablaðið, sem ekki birtir opinberlega ársreikninga sína, getur varla talist lýðræðislegur miðill. Í lok greinarinnar segir Hörður að Íslendingar eigi mikið af auðlindum, vatni og öðru slíku, sem er alveg rétt. Svo segir hann: „Við erum með öll bestu trompin á hendi og hvers vegna ættum við að afhenda þau stjórnmálamönnum úti í Brussel." Það stendur hins vegar ekki til og hefur aldrei staðið til! Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gera það? Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og hefur fullan yfirráðarétt yfir sínum auðlindum. ESB getur ekki og ætlar sér ekki að hrifsa þau frá okkur, hvorki með innlimun né öðrum aðferðum.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun