Meintar "ólögmæltar refsilækkunarástæður“ Jón Þór Ólason skrifar 2. janúar 2012 11:00 Þann 29. desember sl., ritaði Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður grein í Fréttablaðið er bar heitið „refsilækkunarástæður". Í grein sinni heldur Leifur því m.a. fram að það sé rangt hjá ríkissaksóknara að ekki séu fyrir því fordæmi í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til „refsilækkunar". Tilgreinir Leifur jafnframt tvo dóma Hæstaréttar er hann telur styðja þessa fullyrðingu sína. Grein Leifs er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær, enda fagnaðarefni að refsiréttarleg álitaefni séu rædd á málefnalegum grundvelli, sérstaklega þeim er snúa að ákvörðun refsingar. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að greinin stenst að stórum hluta ekki lögfræðilega skoðun, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það sama á að mörgu leyti við um grein þá er birtist í Fréttablaðinu þann 23. desember sl. og vísað er til í grein lögmannsins. Ákvörðun refsingar er vandasamt verk og við meðferð sakamála fyrir dómi koma bæði mörg og ólík sjónarmið til athugunar þar sem reynt getur á refsihækkunar- og refsilækkunarástæður, málsbætur og þyngingarástæður. Refsiákvörðunarástæður eru ekki tæmandi taldar í lögum og er það viðurkennt sjónarmið í refsirétti að dómstólar hafi töluvert svigrúm til að taka tillit til ólögmæltra sjónarmiða við ákvörðun refsingar sem leiða ýmist til þyngingar eða málsbóta við refsimatið. Með þessu móti geta dómstólar við úrlausn einstakra mála tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem uppi eru í málinu. Það er svo dómarans að meta að hvaða marki skuli taka tillit til þessara sjónarmiða og þá jafnframt hvert eigi að vera innbyrðis vægi einstakra sjónarmiða. Lögmaðurinn heldur því fram, eins og fram er komið hér að ofan, að umfjöllun fjölmiðla geti eftir atvikum verið virt sakborningi til „refsilækkunar". Þetta er alrangt. Refsilækkun getur einvörðungu komið til vegna tiltekinna lögmæltra atvika eða atriða, er tengjast afbroti, s.s það þarf að vera lögbundið ef heimila á frávik frá reglum um lágmark refsitegunda. Ólögmælt „refsilækkunarástæða" fyrirfinnst ekki í íslenskum refsirétti. Því er það alveg hárrétt sem haft er eftir ríkissaksóknara í þessum efnum, enda er umrædda ástæðu hvergi að finna stoð í lögum. Það er svo annað mál að umfjöllun fjölmiðla getur komið til kasta dómstóla sem ólögmælt refsiákvörðunarástæða og sem slík leitt til málsbóta eða eftir atvikum til refsiþyngingar við refsimatið. Á þessu er mikill refsiréttarlegur munur. Það verður að gera þá skýru kröfu til löglærðra manna sem kjósa að tjá sig um slík málefni að þeir fari rétt með grundvallaratriði innan refsiréttarins. Að því er varðar tilvísun Leifs til H 1980:89, svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls, þá má benda á það að ekki reyndi á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu fyrir Hæstarétti þar sem þætti umrædds dómþola var ekki áfrýjað. Þannig að það er engin innistæða fyrir þeirri fullyrðingu lögmannsins að umræddur dómur sé fordæmi fyrir því að sakborningur hafi fengið „refsilækkun sökum óvæginnar" fjölmiðlaumræðu". Að því er varðar sératkvæði eins Hæstaréttardómara í máli nr. 2/2005, verður að athuga að þar var um sératkvæði að ræða en eftir stendur hins vegar niðurstaða meirihluta réttarins sem víkur ekki sérstaklega að þessum atriðum í forsendum dómsins sem má þá eflaust túlka á þann veg að þeim fyrrgreindum hafi verið hafnað. Hvernig sératkvæðið getur svo verið túlkað sem fordæmi í þessum efnum í ljósi niðurstöðu meirihluta réttarins er mér hins vegar algerlega hulið. Þessu til viðbótar má vekja athygli á því að í H 1982:146 hafnaði Hæstiréttur því að virða ætti nafnbirtingu hins ákærða í fjölmiðlum honum til málsbóta. Sama var uppi á teningnum í dómi Hæstaréttar í máli nr. 602/2006 þar sem héraðsdómur hafði virt óvægna umfjöllun fjölmiðla dómþolanum til málsbóta, en Hæstiréttur tilgreindi hins vegar sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákærði ætti sér nokkrar málsbætur og hafnaði þar með niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Með hliðsjón af framansögðu má vera ljóst að ekkert skýrt dómafordæmi liggur fyrir í dómasafni Hæstaréttar þar sem fallist hefur verið á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu. Hins vegar má benda á að í svonefndu Hafskipsmáli H 1991:936, kom fram í forsendum Hæstaréttar að staða ákærðu og hagir hefðu raskast verulega við þann opinbera málarekstur sem staðið hefðu gegn þeim frá árinu 1986 og var það virt þeim til málsbóta. Má hugsanlega draga þá ályktun að hér sé dómurinn að einhverju leyti að vísa til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, en það eru þó í besta falli getgátur. Ég vil þó ekki útiloka að neikvæð og sérstaklega óvægin umfjöllun fjölmiðla geti ekki haft áhrif við refsimatið, en eftir sem áður er það dómstólanna að meta það hverju sinni, enda best til þess fallnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þann 29. desember sl., ritaði Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður grein í Fréttablaðið er bar heitið „refsilækkunarástæður". Í grein sinni heldur Leifur því m.a. fram að það sé rangt hjá ríkissaksóknara að ekki séu fyrir því fordæmi í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til „refsilækkunar". Tilgreinir Leifur jafnframt tvo dóma Hæstaréttar er hann telur styðja þessa fullyrðingu sína. Grein Leifs er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær, enda fagnaðarefni að refsiréttarleg álitaefni séu rædd á málefnalegum grundvelli, sérstaklega þeim er snúa að ákvörðun refsingar. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að greinin stenst að stórum hluta ekki lögfræðilega skoðun, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það sama á að mörgu leyti við um grein þá er birtist í Fréttablaðinu þann 23. desember sl. og vísað er til í grein lögmannsins. Ákvörðun refsingar er vandasamt verk og við meðferð sakamála fyrir dómi koma bæði mörg og ólík sjónarmið til athugunar þar sem reynt getur á refsihækkunar- og refsilækkunarástæður, málsbætur og þyngingarástæður. Refsiákvörðunarástæður eru ekki tæmandi taldar í lögum og er það viðurkennt sjónarmið í refsirétti að dómstólar hafi töluvert svigrúm til að taka tillit til ólögmæltra sjónarmiða við ákvörðun refsingar sem leiða ýmist til þyngingar eða málsbóta við refsimatið. Með þessu móti geta dómstólar við úrlausn einstakra mála tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem uppi eru í málinu. Það er svo dómarans að meta að hvaða marki skuli taka tillit til þessara sjónarmiða og þá jafnframt hvert eigi að vera innbyrðis vægi einstakra sjónarmiða. Lögmaðurinn heldur því fram, eins og fram er komið hér að ofan, að umfjöllun fjölmiðla geti eftir atvikum verið virt sakborningi til „refsilækkunar". Þetta er alrangt. Refsilækkun getur einvörðungu komið til vegna tiltekinna lögmæltra atvika eða atriða, er tengjast afbroti, s.s það þarf að vera lögbundið ef heimila á frávik frá reglum um lágmark refsitegunda. Ólögmælt „refsilækkunarástæða" fyrirfinnst ekki í íslenskum refsirétti. Því er það alveg hárrétt sem haft er eftir ríkissaksóknara í þessum efnum, enda er umrædda ástæðu hvergi að finna stoð í lögum. Það er svo annað mál að umfjöllun fjölmiðla getur komið til kasta dómstóla sem ólögmælt refsiákvörðunarástæða og sem slík leitt til málsbóta eða eftir atvikum til refsiþyngingar við refsimatið. Á þessu er mikill refsiréttarlegur munur. Það verður að gera þá skýru kröfu til löglærðra manna sem kjósa að tjá sig um slík málefni að þeir fari rétt með grundvallaratriði innan refsiréttarins. Að því er varðar tilvísun Leifs til H 1980:89, svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls, þá má benda á það að ekki reyndi á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu fyrir Hæstarétti þar sem þætti umrædds dómþola var ekki áfrýjað. Þannig að það er engin innistæða fyrir þeirri fullyrðingu lögmannsins að umræddur dómur sé fordæmi fyrir því að sakborningur hafi fengið „refsilækkun sökum óvæginnar" fjölmiðlaumræðu". Að því er varðar sératkvæði eins Hæstaréttardómara í máli nr. 2/2005, verður að athuga að þar var um sératkvæði að ræða en eftir stendur hins vegar niðurstaða meirihluta réttarins sem víkur ekki sérstaklega að þessum atriðum í forsendum dómsins sem má þá eflaust túlka á þann veg að þeim fyrrgreindum hafi verið hafnað. Hvernig sératkvæðið getur svo verið túlkað sem fordæmi í þessum efnum í ljósi niðurstöðu meirihluta réttarins er mér hins vegar algerlega hulið. Þessu til viðbótar má vekja athygli á því að í H 1982:146 hafnaði Hæstiréttur því að virða ætti nafnbirtingu hins ákærða í fjölmiðlum honum til málsbóta. Sama var uppi á teningnum í dómi Hæstaréttar í máli nr. 602/2006 þar sem héraðsdómur hafði virt óvægna umfjöllun fjölmiðla dómþolanum til málsbóta, en Hæstiréttur tilgreindi hins vegar sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákærði ætti sér nokkrar málsbætur og hafnaði þar með niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Með hliðsjón af framansögðu má vera ljóst að ekkert skýrt dómafordæmi liggur fyrir í dómasafni Hæstaréttar þar sem fallist hefur verið á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu. Hins vegar má benda á að í svonefndu Hafskipsmáli H 1991:936, kom fram í forsendum Hæstaréttar að staða ákærðu og hagir hefðu raskast verulega við þann opinbera málarekstur sem staðið hefðu gegn þeim frá árinu 1986 og var það virt þeim til málsbóta. Má hugsanlega draga þá ályktun að hér sé dómurinn að einhverju leyti að vísa til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, en það eru þó í besta falli getgátur. Ég vil þó ekki útiloka að neikvæð og sérstaklega óvægin umfjöllun fjölmiðla geti ekki haft áhrif við refsimatið, en eftir sem áður er það dómstólanna að meta það hverju sinni, enda best til þess fallnir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun