Meintar "ólögmæltar refsilækkunarástæður“ Jón Þór Ólason skrifar 2. janúar 2012 11:00 Þann 29. desember sl., ritaði Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður grein í Fréttablaðið er bar heitið „refsilækkunarástæður". Í grein sinni heldur Leifur því m.a. fram að það sé rangt hjá ríkissaksóknara að ekki séu fyrir því fordæmi í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til „refsilækkunar". Tilgreinir Leifur jafnframt tvo dóma Hæstaréttar er hann telur styðja þessa fullyrðingu sína. Grein Leifs er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær, enda fagnaðarefni að refsiréttarleg álitaefni séu rædd á málefnalegum grundvelli, sérstaklega þeim er snúa að ákvörðun refsingar. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að greinin stenst að stórum hluta ekki lögfræðilega skoðun, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það sama á að mörgu leyti við um grein þá er birtist í Fréttablaðinu þann 23. desember sl. og vísað er til í grein lögmannsins. Ákvörðun refsingar er vandasamt verk og við meðferð sakamála fyrir dómi koma bæði mörg og ólík sjónarmið til athugunar þar sem reynt getur á refsihækkunar- og refsilækkunarástæður, málsbætur og þyngingarástæður. Refsiákvörðunarástæður eru ekki tæmandi taldar í lögum og er það viðurkennt sjónarmið í refsirétti að dómstólar hafi töluvert svigrúm til að taka tillit til ólögmæltra sjónarmiða við ákvörðun refsingar sem leiða ýmist til þyngingar eða málsbóta við refsimatið. Með þessu móti geta dómstólar við úrlausn einstakra mála tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem uppi eru í málinu. Það er svo dómarans að meta að hvaða marki skuli taka tillit til þessara sjónarmiða og þá jafnframt hvert eigi að vera innbyrðis vægi einstakra sjónarmiða. Lögmaðurinn heldur því fram, eins og fram er komið hér að ofan, að umfjöllun fjölmiðla geti eftir atvikum verið virt sakborningi til „refsilækkunar". Þetta er alrangt. Refsilækkun getur einvörðungu komið til vegna tiltekinna lögmæltra atvika eða atriða, er tengjast afbroti, s.s það þarf að vera lögbundið ef heimila á frávik frá reglum um lágmark refsitegunda. Ólögmælt „refsilækkunarástæða" fyrirfinnst ekki í íslenskum refsirétti. Því er það alveg hárrétt sem haft er eftir ríkissaksóknara í þessum efnum, enda er umrædda ástæðu hvergi að finna stoð í lögum. Það er svo annað mál að umfjöllun fjölmiðla getur komið til kasta dómstóla sem ólögmælt refsiákvörðunarástæða og sem slík leitt til málsbóta eða eftir atvikum til refsiþyngingar við refsimatið. Á þessu er mikill refsiréttarlegur munur. Það verður að gera þá skýru kröfu til löglærðra manna sem kjósa að tjá sig um slík málefni að þeir fari rétt með grundvallaratriði innan refsiréttarins. Að því er varðar tilvísun Leifs til H 1980:89, svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls, þá má benda á það að ekki reyndi á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu fyrir Hæstarétti þar sem þætti umrædds dómþola var ekki áfrýjað. Þannig að það er engin innistæða fyrir þeirri fullyrðingu lögmannsins að umræddur dómur sé fordæmi fyrir því að sakborningur hafi fengið „refsilækkun sökum óvæginnar" fjölmiðlaumræðu". Að því er varðar sératkvæði eins Hæstaréttardómara í máli nr. 2/2005, verður að athuga að þar var um sératkvæði að ræða en eftir stendur hins vegar niðurstaða meirihluta réttarins sem víkur ekki sérstaklega að þessum atriðum í forsendum dómsins sem má þá eflaust túlka á þann veg að þeim fyrrgreindum hafi verið hafnað. Hvernig sératkvæðið getur svo verið túlkað sem fordæmi í þessum efnum í ljósi niðurstöðu meirihluta réttarins er mér hins vegar algerlega hulið. Þessu til viðbótar má vekja athygli á því að í H 1982:146 hafnaði Hæstiréttur því að virða ætti nafnbirtingu hins ákærða í fjölmiðlum honum til málsbóta. Sama var uppi á teningnum í dómi Hæstaréttar í máli nr. 602/2006 þar sem héraðsdómur hafði virt óvægna umfjöllun fjölmiðla dómþolanum til málsbóta, en Hæstiréttur tilgreindi hins vegar sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákærði ætti sér nokkrar málsbætur og hafnaði þar með niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Með hliðsjón af framansögðu má vera ljóst að ekkert skýrt dómafordæmi liggur fyrir í dómasafni Hæstaréttar þar sem fallist hefur verið á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu. Hins vegar má benda á að í svonefndu Hafskipsmáli H 1991:936, kom fram í forsendum Hæstaréttar að staða ákærðu og hagir hefðu raskast verulega við þann opinbera málarekstur sem staðið hefðu gegn þeim frá árinu 1986 og var það virt þeim til málsbóta. Má hugsanlega draga þá ályktun að hér sé dómurinn að einhverju leyti að vísa til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, en það eru þó í besta falli getgátur. Ég vil þó ekki útiloka að neikvæð og sérstaklega óvægin umfjöllun fjölmiðla geti ekki haft áhrif við refsimatið, en eftir sem áður er það dómstólanna að meta það hverju sinni, enda best til þess fallnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þann 29. desember sl., ritaði Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður grein í Fréttablaðið er bar heitið „refsilækkunarástæður". Í grein sinni heldur Leifur því m.a. fram að það sé rangt hjá ríkissaksóknara að ekki séu fyrir því fordæmi í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til „refsilækkunar". Tilgreinir Leifur jafnframt tvo dóma Hæstaréttar er hann telur styðja þessa fullyrðingu sína. Grein Leifs er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær, enda fagnaðarefni að refsiréttarleg álitaefni séu rædd á málefnalegum grundvelli, sérstaklega þeim er snúa að ákvörðun refsingar. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að greinin stenst að stórum hluta ekki lögfræðilega skoðun, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það sama á að mörgu leyti við um grein þá er birtist í Fréttablaðinu þann 23. desember sl. og vísað er til í grein lögmannsins. Ákvörðun refsingar er vandasamt verk og við meðferð sakamála fyrir dómi koma bæði mörg og ólík sjónarmið til athugunar þar sem reynt getur á refsihækkunar- og refsilækkunarástæður, málsbætur og þyngingarástæður. Refsiákvörðunarástæður eru ekki tæmandi taldar í lögum og er það viðurkennt sjónarmið í refsirétti að dómstólar hafi töluvert svigrúm til að taka tillit til ólögmæltra sjónarmiða við ákvörðun refsingar sem leiða ýmist til þyngingar eða málsbóta við refsimatið. Með þessu móti geta dómstólar við úrlausn einstakra mála tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem uppi eru í málinu. Það er svo dómarans að meta að hvaða marki skuli taka tillit til þessara sjónarmiða og þá jafnframt hvert eigi að vera innbyrðis vægi einstakra sjónarmiða. Lögmaðurinn heldur því fram, eins og fram er komið hér að ofan, að umfjöllun fjölmiðla geti eftir atvikum verið virt sakborningi til „refsilækkunar". Þetta er alrangt. Refsilækkun getur einvörðungu komið til vegna tiltekinna lögmæltra atvika eða atriða, er tengjast afbroti, s.s það þarf að vera lögbundið ef heimila á frávik frá reglum um lágmark refsitegunda. Ólögmælt „refsilækkunarástæða" fyrirfinnst ekki í íslenskum refsirétti. Því er það alveg hárrétt sem haft er eftir ríkissaksóknara í þessum efnum, enda er umrædda ástæðu hvergi að finna stoð í lögum. Það er svo annað mál að umfjöllun fjölmiðla getur komið til kasta dómstóla sem ólögmælt refsiákvörðunarástæða og sem slík leitt til málsbóta eða eftir atvikum til refsiþyngingar við refsimatið. Á þessu er mikill refsiréttarlegur munur. Það verður að gera þá skýru kröfu til löglærðra manna sem kjósa að tjá sig um slík málefni að þeir fari rétt með grundvallaratriði innan refsiréttarins. Að því er varðar tilvísun Leifs til H 1980:89, svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls, þá má benda á það að ekki reyndi á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu fyrir Hæstarétti þar sem þætti umrædds dómþola var ekki áfrýjað. Þannig að það er engin innistæða fyrir þeirri fullyrðingu lögmannsins að umræddur dómur sé fordæmi fyrir því að sakborningur hafi fengið „refsilækkun sökum óvæginnar" fjölmiðlaumræðu". Að því er varðar sératkvæði eins Hæstaréttardómara í máli nr. 2/2005, verður að athuga að þar var um sératkvæði að ræða en eftir stendur hins vegar niðurstaða meirihluta réttarins sem víkur ekki sérstaklega að þessum atriðum í forsendum dómsins sem má þá eflaust túlka á þann veg að þeim fyrrgreindum hafi verið hafnað. Hvernig sératkvæðið getur svo verið túlkað sem fordæmi í þessum efnum í ljósi niðurstöðu meirihluta réttarins er mér hins vegar algerlega hulið. Þessu til viðbótar má vekja athygli á því að í H 1982:146 hafnaði Hæstiréttur því að virða ætti nafnbirtingu hins ákærða í fjölmiðlum honum til málsbóta. Sama var uppi á teningnum í dómi Hæstaréttar í máli nr. 602/2006 þar sem héraðsdómur hafði virt óvægna umfjöllun fjölmiðla dómþolanum til málsbóta, en Hæstiréttur tilgreindi hins vegar sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákærði ætti sér nokkrar málsbætur og hafnaði þar með niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Með hliðsjón af framansögðu má vera ljóst að ekkert skýrt dómafordæmi liggur fyrir í dómasafni Hæstaréttar þar sem fallist hefur verið á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu. Hins vegar má benda á að í svonefndu Hafskipsmáli H 1991:936, kom fram í forsendum Hæstaréttar að staða ákærðu og hagir hefðu raskast verulega við þann opinbera málarekstur sem staðið hefðu gegn þeim frá árinu 1986 og var það virt þeim til málsbóta. Má hugsanlega draga þá ályktun að hér sé dómurinn að einhverju leyti að vísa til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, en það eru þó í besta falli getgátur. Ég vil þó ekki útiloka að neikvæð og sérstaklega óvægin umfjöllun fjölmiðla geti ekki haft áhrif við refsimatið, en eftir sem áður er það dómstólanna að meta það hverju sinni, enda best til þess fallnir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar