
Athafnaárið 2012
Í janúar verða forsendur samninganna metnar en ekkert bendir til annars en að þær standist þá skoðun og samningarnir haldi gildi. Í janúar 2013 verða forsendur metnar á ný og um niðurstöður þeirrar skoðunar ríkir meiri óvissa enda markið sett hátt á nokkrum sviðum.
Við mat á forsendum kjarasamninga nú skortir það helst að ríkisstjórnin hafi staðið við fyrirheit sín um að örva fjárfestingu og skapa hvata til nýsköpunar. Stjórnvöldum hefur einnig mistekist að skapa atvinnulífinu hagstæð starfsskilyrði með almennri efnahagsstefnu sem stuðlar að hagvexti. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin sérstaklega ákveðið að falla frá framkvæmdum sem gátu orðið að veruleika bæði hratt og örugglega. Einnig hefur verið stefnt að því að skattleggja sérstaklega atvinnugreinar sem ekki eru ríkisstjórninni þóknanlegar. Þar er átt við sjávarútveg, fjármálageirann og orkufrekan iðnað.
Skattlagning fjármálafyrirtækjanna er óhófleg og verður ekki til annars en að hækka vexti og þjónustugjöld og hvetja þau til þess að útvista starfsemi sinni. Þessa skatta alla munu viðskiptavinir fyrirtækjanna bera, almenningur og fyrirtæki.
Síendurteknar tillögur um að leggja rekstrargrundvöll sjávarútvegsfyrirtækjanna í rúst verða ekki skýrðar með neinum skynsemisrökum. Áformuð þreföldun veiðigjalds verður sérstakur skattur á landsbyggðina sem þurrkar upp nánast allan hagnað af rekstrinum og veldur því að enn frekar dregur úr vilja fyrirtækjanna til fjárfestinga og uppbyggingar.
Ítrekaðar tilraunir til að brjóta samkomulag við stóriðjufyrirtækin um orku- og kolefnisgjöld bera þess glöggt vitni að hvað svo sem einstakir ráðamenn segja er það einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að skapa sem mesta óvissu í kringum þessa grein. Engu líkara er en það sé beinlínis ásetningur að fæla fjárfesta frá allri uppbyggingu hér á landi.
Svokallaður auðlegðarskattur er einnig til þess fallinn að ganga á eigið fé fólks og fyrirtækja og draga þrótt úr þeim sem vilja fjárfesta í atvinnulífinu.
Þrátt fyrir þetta mun ekkert vinnast með því að segja upp kjarasamningum vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar því það er jafn ólíklegt að hún standi við ný fyrirheit og öll hin fyrri.
Samtök atvinnulífsins hafa frá bankahruninu 2008 flutt margvíslegar tillögur og hugmyndir um hvernig unnt sé að komast út úr kreppunni, draga úr atvinnuleysinu og bæta lífskjör í landinu. Grunnur þeirra er sá að nýta þau tækifæri sem blasa við Íslendingum og hefja arðbærar fjárfestingar á sem flestum sviðum.
Með því að nýta frumkvæði einstaklinga og þann kraft sem í atvinnulífinu býr má á skömmum tíma snúa vörn í sókn og leggja þannig grunn að kröftugu athafnaári 2012. En til þess verður stefnubreyting að koma til.
Gleðilegt nýtt ár.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar