Veitir stjörnunni Anthony Hopkins tónlistarráðgjöf 18. febrúar 2012 17:30 Atli Örvarsson hefur starfað með stórleikaranum Anthony Hopkins að undanförnu. „Hann er ótrúlega ljúfur maður og eins kurteis og almennilegur í framkomu og hægt er að vera,“ segir Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood. Atli hitti nýverið stórleikarann Anthony Hopkins í hljóðveri sínu í Santa Monica. Þeir ræddu um samstarf í tónlistinni en Hopkins hefur gert töluvert af því að semja tónlist, þar á meðal við kvikmyndir sem hann hefur sjálfur leikstýrt. „Það var sameiginlegur vinur okkar sem stakk upp á mér til að hjálpa honum. Í rauninni var hann að leita að einhverjum til að hjálpa sér við útsetningar. Ég hugsaði með mér að maður gæti dregið einhvern lærdóm af því að sitja í klukkutíma með Anthony Hopkins,“ segir Atli. „Við hittumst um daginn og hann talaði um að við myndum vinna með þetta meira. Hann er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Hann er búinn að vera að semja í gegnum tíðina og vill koma því í fastara form,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ég djókaði með að það yrði sett sem skilyrði áður en ég hitti hann að hann væri búinn að fá sér staðgóðan morgunverð.“ Vísar hann þar í Óskarsverðlaunahlutverk Hopkins sem mannætan Hannibal Lecter í Silcence of the Lambs. Hlé er á samstarfi þeirra um þessar mundir vegna þess að Hopkins þurfti að drífa sig til Bretlands til að leika þar í nýrri mynd. Þeir munu taka aftur upp þráðinn síðar á árinu. Atli er sjálfur staddur hér á landi. „Ég fékk tilnefningu til Eddu-verðlaunanna fyrir tónlistina fyrir Eagle og ákvað að nota það sem afsökun til að skreppa heim og heimsækja vini og vandamenn.“ Atli hefur búið í tæp tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið töluvert undir leiðsögn hins þekkta tónskálds Hanz Zimmer og aðstoðaði hann m.a. við gerð tónlistarinnar við myndirnar Englar og djöflar, Pirates of the Caribbean og Frost/Nixon. Vegur hans í Hollywood hefur verið að aukast smátt og smátt undanfarin ár. Hann hefur upp á eigin spýtur samið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal Season of the Witch, The Code og Law and Order. Núna síðast gerði hann samning við Paramount Pictures um að semja tónlistina við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd síðar á árinu. freyr@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira
„Hann er ótrúlega ljúfur maður og eins kurteis og almennilegur í framkomu og hægt er að vera,“ segir Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood. Atli hitti nýverið stórleikarann Anthony Hopkins í hljóðveri sínu í Santa Monica. Þeir ræddu um samstarf í tónlistinni en Hopkins hefur gert töluvert af því að semja tónlist, þar á meðal við kvikmyndir sem hann hefur sjálfur leikstýrt. „Það var sameiginlegur vinur okkar sem stakk upp á mér til að hjálpa honum. Í rauninni var hann að leita að einhverjum til að hjálpa sér við útsetningar. Ég hugsaði með mér að maður gæti dregið einhvern lærdóm af því að sitja í klukkutíma með Anthony Hopkins,“ segir Atli. „Við hittumst um daginn og hann talaði um að við myndum vinna með þetta meira. Hann er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Hann er búinn að vera að semja í gegnum tíðina og vill koma því í fastara form,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ég djókaði með að það yrði sett sem skilyrði áður en ég hitti hann að hann væri búinn að fá sér staðgóðan morgunverð.“ Vísar hann þar í Óskarsverðlaunahlutverk Hopkins sem mannætan Hannibal Lecter í Silcence of the Lambs. Hlé er á samstarfi þeirra um þessar mundir vegna þess að Hopkins þurfti að drífa sig til Bretlands til að leika þar í nýrri mynd. Þeir munu taka aftur upp þráðinn síðar á árinu. Atli er sjálfur staddur hér á landi. „Ég fékk tilnefningu til Eddu-verðlaunanna fyrir tónlistina fyrir Eagle og ákvað að nota það sem afsökun til að skreppa heim og heimsækja vini og vandamenn.“ Atli hefur búið í tæp tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið töluvert undir leiðsögn hins þekkta tónskálds Hanz Zimmer og aðstoðaði hann m.a. við gerð tónlistarinnar við myndirnar Englar og djöflar, Pirates of the Caribbean og Frost/Nixon. Vegur hans í Hollywood hefur verið að aukast smátt og smátt undanfarin ár. Hann hefur upp á eigin spýtur samið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal Season of the Witch, The Code og Law and Order. Núna síðast gerði hann samning við Paramount Pictures um að semja tónlistina við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd síðar á árinu. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira