

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi
Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18–30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum.
Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið Þjóð gegn þunglyndi er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi.
Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli.
Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni Heilsueflandi skólar þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu Vinir Zippýs sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið Örugg saman, ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti.
Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana.
Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum.
Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna.
Skoðun

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar