Að spara eða auka lífsgæði Guðmundur Magnússon skrifar 13. september 2012 09:15 Það er áberandi í allri opinberri umræðu, sama um hvað er rætt, að nær öllum stjórnmálamönnum hættir til, hvar í flokki sem þeir standa, að leggja fyrst áherslu á hversu mikið „nýjungin" muni spara. Í stað þess að benda á hve mikið nýjungin muni auka lífsgæði þegnanna. Sparnaður yrði svo mögulega einhver, en það væri hreinn bónus. Ég er þess reyndar fullviss að aukin lífsgæði þegnanna skili sér nær ávallt með sparnaði til lengdar fyrir samfélagið í heild. Fólk þarfnast minni aðstoðar ef því líður vel, t.d. í heilbrigðiskerfinu og það sem mest er um vert, verður virkara í samfélaginu til starfa eða annarrar virkni. Þetta er sú áhersla sem á að hafa í huga þegar breytingar eru gerðar eða lagfæra þarf það sem fyrir er. Gott dæmi um þessa röngu nálgun er aðferð starfshóps um endurskoðun laga um almannatryggingar. Þar er fyrst ákveðið að ekki megi setja meira fé í þennan málaflokk og síðan er hrært í núverandi kerfi án þess að athuga og sníða stóru vankanta kerfisins af fyrst! Hvað með skerðingar sem eru augljóslega vinnuletjandi, letja til sparnaðar og eru andstæðar fjölskyldumyndun? Með skerðingum og lágum frítekjumörkum nær sá sem er að vinna þrátt fyrir veikindi eða fötlun ekki að bæta hag sinn að neinu marki og situr eftir í gildru fátæktar. Sama á við um þann sem hefur tekist að spara og leggja í banka eða fengið ákveðna upphæð í tryggingabætur þar sem skattur af vöxtum og jafnvel verðbætur skerða framfærslu þess fatlaða. Þegar rætt er um fjölskylduvæna stefnu stjórnvalda eru lífeyrisgreiðslur hrein mótsetning, þar sem það er ekki sparnaður að búa með öðrum heldur er það til lækkunar framfærslu lífeyris. Það er líka óumdeilt að fötlun eða langvarandi veikindi hafa nær alltaf í för með sér aukinn kostnað. Fólk þarf að kaupa sér aðstoð sem aðrir þurfa ekki, auk þess sem lyfja- og lækniskostnaður er ekki eins lítill og stjórnvöld vilja vera láta. Á meðan við öll greiðum skatta (líka af öllum lífeyrisgreiðslum) þurfum við einnig að greiða svo og svo mikið í hvert sinn sem við förum til læknis eða í apótek, að ekki sé talað um sjúkra-, iðju- eða talþjálfun, sem mörgum er nauðsynleg til að geta tekið þátt í samfélaginu. Að búa við fötlun eða langvarandi veikindi er ekki eitt og sér ávísun á ófullnægjandi lífsfyllingu. En þegar samfélagið er farið að starfa þannig að viðkomandi er dæmdur til fátæktar við að komast í þessar aðstæður í stað þess að aðstoða til aukinna lífsgæða er einhvers staðar pottur brotinn. Tökum höndum saman og tryggjum öllum mannsæmandi líf á Íslandi. Það er nokkuð sem við, ein ríkasta þjóð í Evrópu, eigum að geta gert. Allir þegnar samfélagsins eru jafn mikils virði. Vinnum að réttlátu samfélagi og okkur mun farnast vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er áberandi í allri opinberri umræðu, sama um hvað er rætt, að nær öllum stjórnmálamönnum hættir til, hvar í flokki sem þeir standa, að leggja fyrst áherslu á hversu mikið „nýjungin" muni spara. Í stað þess að benda á hve mikið nýjungin muni auka lífsgæði þegnanna. Sparnaður yrði svo mögulega einhver, en það væri hreinn bónus. Ég er þess reyndar fullviss að aukin lífsgæði þegnanna skili sér nær ávallt með sparnaði til lengdar fyrir samfélagið í heild. Fólk þarfnast minni aðstoðar ef því líður vel, t.d. í heilbrigðiskerfinu og það sem mest er um vert, verður virkara í samfélaginu til starfa eða annarrar virkni. Þetta er sú áhersla sem á að hafa í huga þegar breytingar eru gerðar eða lagfæra þarf það sem fyrir er. Gott dæmi um þessa röngu nálgun er aðferð starfshóps um endurskoðun laga um almannatryggingar. Þar er fyrst ákveðið að ekki megi setja meira fé í þennan málaflokk og síðan er hrært í núverandi kerfi án þess að athuga og sníða stóru vankanta kerfisins af fyrst! Hvað með skerðingar sem eru augljóslega vinnuletjandi, letja til sparnaðar og eru andstæðar fjölskyldumyndun? Með skerðingum og lágum frítekjumörkum nær sá sem er að vinna þrátt fyrir veikindi eða fötlun ekki að bæta hag sinn að neinu marki og situr eftir í gildru fátæktar. Sama á við um þann sem hefur tekist að spara og leggja í banka eða fengið ákveðna upphæð í tryggingabætur þar sem skattur af vöxtum og jafnvel verðbætur skerða framfærslu þess fatlaða. Þegar rætt er um fjölskylduvæna stefnu stjórnvalda eru lífeyrisgreiðslur hrein mótsetning, þar sem það er ekki sparnaður að búa með öðrum heldur er það til lækkunar framfærslu lífeyris. Það er líka óumdeilt að fötlun eða langvarandi veikindi hafa nær alltaf í för með sér aukinn kostnað. Fólk þarf að kaupa sér aðstoð sem aðrir þurfa ekki, auk þess sem lyfja- og lækniskostnaður er ekki eins lítill og stjórnvöld vilja vera láta. Á meðan við öll greiðum skatta (líka af öllum lífeyrisgreiðslum) þurfum við einnig að greiða svo og svo mikið í hvert sinn sem við förum til læknis eða í apótek, að ekki sé talað um sjúkra-, iðju- eða talþjálfun, sem mörgum er nauðsynleg til að geta tekið þátt í samfélaginu. Að búa við fötlun eða langvarandi veikindi er ekki eitt og sér ávísun á ófullnægjandi lífsfyllingu. En þegar samfélagið er farið að starfa þannig að viðkomandi er dæmdur til fátæktar við að komast í þessar aðstæður í stað þess að aðstoða til aukinna lífsgæða er einhvers staðar pottur brotinn. Tökum höndum saman og tryggjum öllum mannsæmandi líf á Íslandi. Það er nokkuð sem við, ein ríkasta þjóð í Evrópu, eigum að geta gert. Allir þegnar samfélagsins eru jafn mikils virði. Vinnum að réttlátu samfélagi og okkur mun farnast vel.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar