Gatslitið föðurland Margrét Jónsdóttir skrifar 17. desember 2012 16:00 Síðsumars sá ég mjög svo góða heimildarmynd Herdísar Þorvaldsdóttur um bágborið ástand gróðurhulu landsins okkar. Efni myndarinnar kom mér svo sem ekkert á óvart því um þau mál vissi ég ósköp vel fyrir og hef oft skrifað um þau. Hins vegar kom það mér á óvart hvað myndin var vönduð í alla staði. Allt gekk upp frá a til ö, eins og maðurinn sagði. Handritið afbragð í alla staði og nýjar og gamlar myndatökur góðar, en átakanlegar. Þarna komu fram skoðanir margra okkar bestu sérfræðinga á þessu sviði svo og viðtöl við fjóra bændur og að sjálfsögðu skoðanir þeirra. Myndefnið var bæði nýtt og gamalt eins og gengur með heimildarmyndir. Frábærlega vel gerð mynd í alla staði, sem flestir sem ég hef haft samband við eru ánægðir með. Hafi Herdís hjartans þökk fyrir þetta mjög svo þarfa framlag til umræðunnar um slæmt ástand gróðurs landsins, sem nú þegar hefur skilað sér inn á Alþingi. Þar var lögð fram tillaga hennar um að bændur beri alfarið ábyrgð á búpeningi sínum og það innan girðingar. Rómantísk áróðursmynd Sem svar við þessari mynd Herdísar gerðu sauðfjárbændur, í samvinnu við sín samtök, mjög fallega og rómantíska áróðursmynd um gott ástand sömu gróðurhulu. Þar var allt í stakasta lagi og algjör óþarfi að huga að breytingum enda litaði haustsólin gul grös þann daginn. Beitarhólf fásinna, enda óþörf að þeirra mati. Skoðum þetta nánar. Þegar rætt er um beitarhólf er enginn að tala um einhver lítil hólf sem jafnvel þarf að gefa hey inn á, eins og Guðni Ágústsson ímyndar sér. Nei, menn eru einfaldlega að tala um að bændur girði sínar jarðir af, hólfi þær og hafi sinn búpening þar. Sem dæmi vil ég nefna að vinkona mín, sem er hrossabóndi, lét girða sína jörð af sem beitarland fyrir sín hross. Bændur í nágrenni við hana urðu arfavitlausir þegar þeir misstu "beitarlandið sitt" sem þeir höfðu alltaf haft til umráða. Þeir einfaldlega litu á hennar jörð sem eitt af beitarsvæðum sveitarinnar, eins og reyndar allar aðrar ógirtar jarðir á Íslandi. Menn óskapast yfir væntanlegum girðingarkostnaði. Nú þegar borgar ríkið allar girðingar beggja vegna þjóðvegar um allt land. Ætli það standi nokkuð á því að bæta við girðingum svo til verði "beitarhólf", eða hvað sem menn vilja kalla það að hafa búpening á afgirtu svæði í heimahögum, svo hvíla megi hálendið, heiðar, brattar hlíðar og allt kjarr. Það er okkar sameiginlega verkefni að græða landið. Þetta er ekki einni kynslóð bænda að kenna hvernig komið er. Nei, við berum öll ábyrgð. Landið gaf okkur líf og nú gefum við því gróðurinn til baka sem við neyddumst til að nýta of mikið þegar neyðin var stærst. Nú er komið að skuldadögum. Aumkunarverð hugsunÞað er eitthvað svo aumkunarverð hugsun að allan gróður verði alveg endilega að nýta til beitar, um leið og einhver svæði hjarna við, og það af ótta við að of mikill gróður gæti hugsanlega farið að vaxa. Svona "illgresi eins og birki og víðir", eins og einn ágætur bændahöfðingi sagði hér í útvarpinu um árið og nýir taka upp í dag. Í þessu sambandi er sú vísa aldrei of oft kveðin að minna fólk á að hér þakti gróður um 75% af landinu við landnám en nú aðeins um 25% af því. Um 4% af þessum blessaða gróðri eru heil þekja, allt annað er meira eða minna gatað. Gatslitið föðurland. Ekki gleyma þessu í næstu kosningum, þið í Norðurlandskjördæmi vestra, þegar bændur verða í efstu sætum allra flokka á landsbyggðinni, til þess eins að tryggja áframhaldandi meðlög sín og hindra inngöngu okkar í ESB. Ég vil taka það fram að allir bændur, sem urðu fyrir skaða í óveðrinu sem geisaði á Norðurlandi í september, eiga samúð mína alla. En ég vil líka minna á að skaðinn hefði orðið töluvert minni ef allt fé hefði verið í afgirtum beitarhólfum í heimahögum. Ég er líka hlynnt því að hjálpa öllu fólki sem lendir í náttúruhamförum, þó að ég sé alfarið á móti því að borga ákveðnum atvinnuhópum (hér sauðfjárbændum) himinháar peningaupphæðir, svona dags daglega, til þess eins að láta rollur naga fátæklegan gróður landsins og flytja svo kjötið af þeim úr landi. Í beitarhólf með allan búpening! Burt með beingreiðslur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Síðsumars sá ég mjög svo góða heimildarmynd Herdísar Þorvaldsdóttur um bágborið ástand gróðurhulu landsins okkar. Efni myndarinnar kom mér svo sem ekkert á óvart því um þau mál vissi ég ósköp vel fyrir og hef oft skrifað um þau. Hins vegar kom það mér á óvart hvað myndin var vönduð í alla staði. Allt gekk upp frá a til ö, eins og maðurinn sagði. Handritið afbragð í alla staði og nýjar og gamlar myndatökur góðar, en átakanlegar. Þarna komu fram skoðanir margra okkar bestu sérfræðinga á þessu sviði svo og viðtöl við fjóra bændur og að sjálfsögðu skoðanir þeirra. Myndefnið var bæði nýtt og gamalt eins og gengur með heimildarmyndir. Frábærlega vel gerð mynd í alla staði, sem flestir sem ég hef haft samband við eru ánægðir með. Hafi Herdís hjartans þökk fyrir þetta mjög svo þarfa framlag til umræðunnar um slæmt ástand gróðurs landsins, sem nú þegar hefur skilað sér inn á Alþingi. Þar var lögð fram tillaga hennar um að bændur beri alfarið ábyrgð á búpeningi sínum og það innan girðingar. Rómantísk áróðursmynd Sem svar við þessari mynd Herdísar gerðu sauðfjárbændur, í samvinnu við sín samtök, mjög fallega og rómantíska áróðursmynd um gott ástand sömu gróðurhulu. Þar var allt í stakasta lagi og algjör óþarfi að huga að breytingum enda litaði haustsólin gul grös þann daginn. Beitarhólf fásinna, enda óþörf að þeirra mati. Skoðum þetta nánar. Þegar rætt er um beitarhólf er enginn að tala um einhver lítil hólf sem jafnvel þarf að gefa hey inn á, eins og Guðni Ágústsson ímyndar sér. Nei, menn eru einfaldlega að tala um að bændur girði sínar jarðir af, hólfi þær og hafi sinn búpening þar. Sem dæmi vil ég nefna að vinkona mín, sem er hrossabóndi, lét girða sína jörð af sem beitarland fyrir sín hross. Bændur í nágrenni við hana urðu arfavitlausir þegar þeir misstu "beitarlandið sitt" sem þeir höfðu alltaf haft til umráða. Þeir einfaldlega litu á hennar jörð sem eitt af beitarsvæðum sveitarinnar, eins og reyndar allar aðrar ógirtar jarðir á Íslandi. Menn óskapast yfir væntanlegum girðingarkostnaði. Nú þegar borgar ríkið allar girðingar beggja vegna þjóðvegar um allt land. Ætli það standi nokkuð á því að bæta við girðingum svo til verði "beitarhólf", eða hvað sem menn vilja kalla það að hafa búpening á afgirtu svæði í heimahögum, svo hvíla megi hálendið, heiðar, brattar hlíðar og allt kjarr. Það er okkar sameiginlega verkefni að græða landið. Þetta er ekki einni kynslóð bænda að kenna hvernig komið er. Nei, við berum öll ábyrgð. Landið gaf okkur líf og nú gefum við því gróðurinn til baka sem við neyddumst til að nýta of mikið þegar neyðin var stærst. Nú er komið að skuldadögum. Aumkunarverð hugsunÞað er eitthvað svo aumkunarverð hugsun að allan gróður verði alveg endilega að nýta til beitar, um leið og einhver svæði hjarna við, og það af ótta við að of mikill gróður gæti hugsanlega farið að vaxa. Svona "illgresi eins og birki og víðir", eins og einn ágætur bændahöfðingi sagði hér í útvarpinu um árið og nýir taka upp í dag. Í þessu sambandi er sú vísa aldrei of oft kveðin að minna fólk á að hér þakti gróður um 75% af landinu við landnám en nú aðeins um 25% af því. Um 4% af þessum blessaða gróðri eru heil þekja, allt annað er meira eða minna gatað. Gatslitið föðurland. Ekki gleyma þessu í næstu kosningum, þið í Norðurlandskjördæmi vestra, þegar bændur verða í efstu sætum allra flokka á landsbyggðinni, til þess eins að tryggja áframhaldandi meðlög sín og hindra inngöngu okkar í ESB. Ég vil taka það fram að allir bændur, sem urðu fyrir skaða í óveðrinu sem geisaði á Norðurlandi í september, eiga samúð mína alla. En ég vil líka minna á að skaðinn hefði orðið töluvert minni ef allt fé hefði verið í afgirtum beitarhólfum í heimahögum. Ég er líka hlynnt því að hjálpa öllu fólki sem lendir í náttúruhamförum, þó að ég sé alfarið á móti því að borga ákveðnum atvinnuhópum (hér sauðfjárbændum) himinháar peningaupphæðir, svona dags daglega, til þess eins að láta rollur naga fátæklegan gróður landsins og flytja svo kjötið af þeim úr landi. Í beitarhólf með allan búpening! Burt með beingreiðslur!
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun