Innlent

Helga Arnar tilnefnd til blaðamannaverðlauna

Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til blaðamannaverðlauna 2011 fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði ítarlega um Geirfinnsmálið í Íslandi í dag á Stöð 2, meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar.

Þá eru Skapti Hallgrímsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, einnig tilnefnd í þessum flokki. Þeir Helgi Bjarnason, blaðmaður á Morgunblaðinu, Ingibjörg Dögg Kjartansdótti, blaðamaður á DV, og Jón Björgvinsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins, eru tilnefnd sem blaðamenn ársins.

Þá eru þeir Svavar Hávarðarson, blaðmaður á Fréttablaðinu, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, og Jóhannes Kr. Kristjánsson, umsjónarmaður í Kastljósinu, eru síðan tilnefndir fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×