Ísland stikkfrí Ingimundur Gíslason skrifar 23. júlí 2012 09:30 Um þessar mundir eru 62 ár síðan franski utanríkisráðherrann, Robert Schuman, lagði fram hugmyndir sínar um einingu og samvinnu Evrópuríkja. Með þeim átti að reyna að koma í veg fyrir enn eina stórstyrjöldina í álfunni. Schuman-áætlunin sem hann birti 9. maí 1950 varð svo upphafið að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Hugmyndin var að unnið yrði að sameiginlegri áætlun um kola- og stálframleiðslu þar sem þessar framleiðslugreinar voru álitnar grundvöllur vígbúnaðarkapphlaups. Adenauer, kanslari Vestur-Þýskalands, tók hugmyndum Schumans vel og sex ríki stofnuðu svo Evrópska kol- og stálsambandið í apríl 1951. Síðastliðin 67 ár hefur að mestu ríkt friður í Evrópu og er þetta lengsta tímabil friðar og stöðugleika í næstum því 400 ár. Evrópusambandinu ber að þakka þetta en einnig átti NATO sinn þátt í að viðhalda friði með því að stöðva framrás Sovétríkjanna í vesturátt. Gott dæmi um þátt varðveislu friðar í starfsemi og uppbyggingu Evrópusambandsins er aðild Slóveníu og Króatíu. Serbía bíður einnig færis að fá að komast inn. Aðild þessara ríkja mun væntanlega koma í veg fyrir að púður-tunnan á Balkanskaga fuðri upp á ný eins og gerðist fyrir rétt aðeins tuttugu árum. Sagt hefur verið að þrjátíu ára stríðið (1618-1648) hafi verið fyrsta allsherjarstyrjöld í sögu mannkyns. Þrjátíu ára stríðið var mjög mannskætt og einnig meðal almennings. Mannvirki voru lögð í rúst. Akrar spilltust og búsmali var drepinn. Landsvæði sem nú teljast til Þýskalands urðu illa úti og það tók Þjóðverja áratugi að rétta úr kútnum eftir allar hörmungarnar. Síðan um miðja 17. öld hefur svo saga Evrópu einkennst af hverri stórstyrjöldinni á fætur annarri allt fram að lokum seinni heimsstyrjaldar. Fjarlægð Íslands frá öðrum löndum varð til þess að Íslendingar sluppu við beinan skaða ef manntjón í seinni heimsstyrjöldinni er frátalið. Við Íslendingar ræðum mest um eigin hagsmuni og um það hvað við getum haft upp úr aðild að Evrópusambandinu. Minna fer fyrir því í umræðunni hvað við gætum lagt af mörkum sem gamalgróin Evrópuþjóð. Það sem nú gerist á meginlandi Evrópu kemur Íslendingum svo sannarlega við. Íslendingar njóta ekki lengur verndar fjarlægðarinnar. Ýmislegt má segja um Evrópusambandið eins og það kemur okkur fyrir sjónir í dag. Skuldakreppa landa við Miðjarðarhaf, skrifræði og tímabundnar deilur aðildarríkja eru áberandi. En það breytir því ekki að hér er um að ræða samtök frjálsra og fullvalda ríkja sem oftast hefur tekist að leysa úr vandamálum líðandi stundar. Alla vega er aðdráttarafl Evrópusambandsins mikið. Flest ríki Evrópu sem ekki eiga aðild sækja það fast að fá að vera með. Við megum heldur ekki gleyma því að þessi samvinna á sviði stjórnmála og ekki síst efnahagsmála og viðskipta er grunnstoð varðveislu friðar í álfunni um ókomna tíð. Íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum í friðarbaráttunni og ganga hnarreistir á vit aukinnar samvinnu við ríki Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 62 ár síðan franski utanríkisráðherrann, Robert Schuman, lagði fram hugmyndir sínar um einingu og samvinnu Evrópuríkja. Með þeim átti að reyna að koma í veg fyrir enn eina stórstyrjöldina í álfunni. Schuman-áætlunin sem hann birti 9. maí 1950 varð svo upphafið að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Hugmyndin var að unnið yrði að sameiginlegri áætlun um kola- og stálframleiðslu þar sem þessar framleiðslugreinar voru álitnar grundvöllur vígbúnaðarkapphlaups. Adenauer, kanslari Vestur-Þýskalands, tók hugmyndum Schumans vel og sex ríki stofnuðu svo Evrópska kol- og stálsambandið í apríl 1951. Síðastliðin 67 ár hefur að mestu ríkt friður í Evrópu og er þetta lengsta tímabil friðar og stöðugleika í næstum því 400 ár. Evrópusambandinu ber að þakka þetta en einnig átti NATO sinn þátt í að viðhalda friði með því að stöðva framrás Sovétríkjanna í vesturátt. Gott dæmi um þátt varðveislu friðar í starfsemi og uppbyggingu Evrópusambandsins er aðild Slóveníu og Króatíu. Serbía bíður einnig færis að fá að komast inn. Aðild þessara ríkja mun væntanlega koma í veg fyrir að púður-tunnan á Balkanskaga fuðri upp á ný eins og gerðist fyrir rétt aðeins tuttugu árum. Sagt hefur verið að þrjátíu ára stríðið (1618-1648) hafi verið fyrsta allsherjarstyrjöld í sögu mannkyns. Þrjátíu ára stríðið var mjög mannskætt og einnig meðal almennings. Mannvirki voru lögð í rúst. Akrar spilltust og búsmali var drepinn. Landsvæði sem nú teljast til Þýskalands urðu illa úti og það tók Þjóðverja áratugi að rétta úr kútnum eftir allar hörmungarnar. Síðan um miðja 17. öld hefur svo saga Evrópu einkennst af hverri stórstyrjöldinni á fætur annarri allt fram að lokum seinni heimsstyrjaldar. Fjarlægð Íslands frá öðrum löndum varð til þess að Íslendingar sluppu við beinan skaða ef manntjón í seinni heimsstyrjöldinni er frátalið. Við Íslendingar ræðum mest um eigin hagsmuni og um það hvað við getum haft upp úr aðild að Evrópusambandinu. Minna fer fyrir því í umræðunni hvað við gætum lagt af mörkum sem gamalgróin Evrópuþjóð. Það sem nú gerist á meginlandi Evrópu kemur Íslendingum svo sannarlega við. Íslendingar njóta ekki lengur verndar fjarlægðarinnar. Ýmislegt má segja um Evrópusambandið eins og það kemur okkur fyrir sjónir í dag. Skuldakreppa landa við Miðjarðarhaf, skrifræði og tímabundnar deilur aðildarríkja eru áberandi. En það breytir því ekki að hér er um að ræða samtök frjálsra og fullvalda ríkja sem oftast hefur tekist að leysa úr vandamálum líðandi stundar. Alla vega er aðdráttarafl Evrópusambandsins mikið. Flest ríki Evrópu sem ekki eiga aðild sækja það fast að fá að vera með. Við megum heldur ekki gleyma því að þessi samvinna á sviði stjórnmála og ekki síst efnahagsmála og viðskipta er grunnstoð varðveislu friðar í álfunni um ókomna tíð. Íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum í friðarbaráttunni og ganga hnarreistir á vit aukinnar samvinnu við ríki Evrópu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar