Erlent

Fer fram á endurtalningu í forsetakosningum

Hamdin Sabbahi
Hamdin Sabbahi mynd/AP
Egypski vinstrimaðurinn Hamdin Sabbahi hefur kært niðurstöður forsetakosninga í landinu og fer fram á að atkvæði verði talin á ný.

Sabbahi hafnaði í þriðja sæti í kosningunum og fær því ekki að taka þátt í seinni lotu þeirra í næsta mánuði.

Hann krefst þess að hlé verði gert á kosningunum á meðan fregnir af kosningasvindlinu eru rannsakaðar.

Afar mjótt var á munum í fyrri lotu forsetakosninganna. Samkvæmt óstaðfestum tölum munaði aðeins nokkrum prósentustigum á Sabbahi og þeim sem lenti í öðru sæti, Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra í ríkisstjórn Mubaraks. Flest atkvæði fékk Bræðralag múslima.

Áætlað er að seinni lota kosninganna fari fram 17. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×