Völd forsætisráðherra skv. tillögum stjórnlagaráðs Eyjólfur Ármannsson skrifar 19. október 2012 06:00 Áhugaverðasti kaflinn í tillögum stjórnlagaráðs til þjóðaratkvæðis 20. október er V. kafli um ráðherra og ríkisstjórn. Þar (í 86. gr.) kemur fram að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í 90. gr. tillagnanna segir að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum. Forsætisráðherra hefur einnig yfirumsjón með störfum ráðherra. Alþingi kýs forsætisráðherra samkvæmt tillögunum, en kemur ekki að vali annarra ráðherra. Hvernig getur venjulegur ráðherra verið æðsti handhafi framkvæmdarvalds þegar forsætisráðherra skipar ráðherra, getur veitt honum lausn frá embætti og fer með yfirumsjón með störfum hans? Augljóst er að forsætisráðherra er í stöðu yfirmanns gagnvart öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra er því í raun æðsti handhafi framkvæmdarvalds hvað sem orðum 86. gr. líður. Skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum felur í sér meiri völd en Bandaríkjaforseti hefur þegar hann velur ráðherra í ráðuneyti sitt. Bandaríkjaforseti þarf samþykki öldungadeildar bandaríska þingsins til að tilnefningar hans á ráðherrum öðlist gildi. Tillögur stjórnlagaráðs gera ekki ráð fyrir samþykki Alþingis þegar forsætisráðherra skipar ráðherra. Alþingi getur þó eftir skipun samþykkt vantraust á ráðherra í embætti, en það er takmarkaðra vald en skipunarvald. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Slík ákvörðunartaka ríkisstjórnar samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs kemur fram (um 90. gr.) að „í þingræðinu felist að Alþingi ráði því hverjir sitja í ríkisstjórn. Þannig sé óheimilt að skipa menn sem ekki njóta stuðnings Alþingis í ráðherraembætti og þeim, sem sitja í ráðherraembættum, er skylt að víkja votti þingið þeim vantraust. Það felist því í þingræðisreglunni að ráðherrar sitja í raun í skjóli þingsins.“ Spurning er hvort skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum samrýmist ofangreindri skilgreiningu á þingræði og 1. gr. tillagnanna um að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Á sama stað í skýrslunni kemur fram að „Þingið ber ábyrgð á forsætisráðherranum, eins og vera ber í þingræðisfyrirkomulagi og forsætisráðherra ber ábyrgð á öðrum ráðherrum“. Þessi ábyrgð forsætisráðherra samræmist ekki því að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds, og felur í sér að ráðherra er ábyrgur gagnvart forsætisráðherra sem væri framar ábyrgð hans gagnvart Alþingi. Þingræðið nær til forsætisráðherra en ekki með sama hætti til annarra ráðherra. Óljósar tillögur stjórnlagaráðs í V. kafla eru skref í rétta átt fyrir þá sem telja að æðsti handhafi framkvæmdarvalds eigi að vera einn (og að sameina eigi embætti forsætisráðherra og forseta). Alþingi ætti hins vegar ekki að kjósa handhafann heldur þjóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Áhugaverðasti kaflinn í tillögum stjórnlagaráðs til þjóðaratkvæðis 20. október er V. kafli um ráðherra og ríkisstjórn. Þar (í 86. gr.) kemur fram að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í 90. gr. tillagnanna segir að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum. Forsætisráðherra hefur einnig yfirumsjón með störfum ráðherra. Alþingi kýs forsætisráðherra samkvæmt tillögunum, en kemur ekki að vali annarra ráðherra. Hvernig getur venjulegur ráðherra verið æðsti handhafi framkvæmdarvalds þegar forsætisráðherra skipar ráðherra, getur veitt honum lausn frá embætti og fer með yfirumsjón með störfum hans? Augljóst er að forsætisráðherra er í stöðu yfirmanns gagnvart öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra er því í raun æðsti handhafi framkvæmdarvalds hvað sem orðum 86. gr. líður. Skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum felur í sér meiri völd en Bandaríkjaforseti hefur þegar hann velur ráðherra í ráðuneyti sitt. Bandaríkjaforseti þarf samþykki öldungadeildar bandaríska þingsins til að tilnefningar hans á ráðherrum öðlist gildi. Tillögur stjórnlagaráðs gera ekki ráð fyrir samþykki Alþingis þegar forsætisráðherra skipar ráðherra. Alþingi getur þó eftir skipun samþykkt vantraust á ráðherra í embætti, en það er takmarkaðra vald en skipunarvald. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Slík ákvörðunartaka ríkisstjórnar samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs kemur fram (um 90. gr.) að „í þingræðinu felist að Alþingi ráði því hverjir sitja í ríkisstjórn. Þannig sé óheimilt að skipa menn sem ekki njóta stuðnings Alþingis í ráðherraembætti og þeim, sem sitja í ráðherraembættum, er skylt að víkja votti þingið þeim vantraust. Það felist því í þingræðisreglunni að ráðherrar sitja í raun í skjóli þingsins.“ Spurning er hvort skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum samrýmist ofangreindri skilgreiningu á þingræði og 1. gr. tillagnanna um að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Á sama stað í skýrslunni kemur fram að „Þingið ber ábyrgð á forsætisráðherranum, eins og vera ber í þingræðisfyrirkomulagi og forsætisráðherra ber ábyrgð á öðrum ráðherrum“. Þessi ábyrgð forsætisráðherra samræmist ekki því að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds, og felur í sér að ráðherra er ábyrgur gagnvart forsætisráðherra sem væri framar ábyrgð hans gagnvart Alþingi. Þingræðið nær til forsætisráðherra en ekki með sama hætti til annarra ráðherra. Óljósar tillögur stjórnlagaráðs í V. kafla eru skref í rétta átt fyrir þá sem telja að æðsti handhafi framkvæmdarvalds eigi að vera einn (og að sameina eigi embætti forsætisráðherra og forseta). Alþingi ætti hins vegar ekki að kjósa handhafann heldur þjóðin.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar