Dagur leikskólans Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2012 12:54 Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar