Lífið

Simon Cowell frestar brúðkaupinu enn á ný

Myndir/Cover Media
Eitthvað virðist sérvitringurinn og X Factor dómarinn Simon Cowell eiga erfitt með að taka skrefið til fulls með unnustu sinni Mezhgan Hussainy.

 

Staðið hefur til hjá parinu að ganga í það heilaga um nokkurt skeið en alltaf virðist Cowell fá bakþanka. Ætlar parið nú að taka sér frí frá hvort öðru sem og öllum brúðkaupsplönum en segist þó ekki vera að skilja.

 

„Við höfum áður tekið pásu en erum samt mjög náin. Þetta er mjög flókið samaband og ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann giftast," segir Cowell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.