Landsbyggðarskólar kvarta yfir Söngkeppninni 21. apríl 2012 11:00 Dagur Sigurðsson bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. Pálmi Geir Jónsson er ósáttur við fyrirkomulag keppninnar í ár. mynd/hugi hlynsson „Þetta þyrfti að vera þannig að allir ættu að fá sama tækifæri í sjónvarpi og allir framhaldsskólanemendur ættu að fá tækifæri til að hvetja sína keppendur áfram. Annars er þetta keppni nokkurra skóla en ekki allra," segir Pálmi Geir Jónsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Félagið hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema vegna nýs fyrirkomulags Söngkeppni framhaldsskólanna, en úrslit keppninnar verða haldin í Vodafone-höllinni í kvöld í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Við heyrðum í vinaskólum úti á landi, svona tíu til tólf skólum, og það var ákveðið að við skyldum vera flaggberar þessara ósáttu skóla og koma með smá yfirlýsingu." Nýtt fyrirkomulag var á keppninni í ár til að gera hana styttri og um leið sjónvarpsvænni. Fulltrúar 32 skóla tóku upp myndbönd við lögin sín. Þau voru birt á netinu og hægt var að kjósa um besta lagið með SMS-skilaboðum. Vægi dómnefndar vó síðan 50 prósent á móti SMS-atkvæðunum og tólf skólar voru valdir áfram. Pálmi Geir telur að með þessu fyrirkomulagi sé augljóst að fjölmennustu skólarnir komist áfram og hinir sitji eftir með sárt ennið. Til að mynda komst enginn skóli frá Austurlandi í úrslitin í ár og heldur ekki frá Vesturlandi. Andri Steinn Hilmarsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem sér um keppnina, segir að nauðsynlegt hafi verið að breyta fyrirkomulagi keppninnar til að tryggja að hún yrði sýnd í beinni útsendingu. „Ætlum við að halda keppnina í sjónvarpi eða í íþróttasal einhvers staðar með litlu fjármagni og litla sem enga umfjöllun um keppendur? Við töldum hagsmuni keppninnar og keppenda best borgið með þessu," segir Andri Steinn. Hann bætir við að með því að láta dómnefnd vega á móti SMS-atvæðum hafi verið komið í veg fyrir að fjölmennustu skólarnir einokuðu keppnina. „En auðvitað eins gefur að skilja þegar þú ert með virkilega stóran skóla hefur þú að öllum líkindum yfir hæfileikaríkara fólki að ráða," segir hann og leggur áherslu á að tólf bestu atriðin hafi komist áfram í úrslitin í kvöld. Að sögn Andra Steins er þetta nýja fyrirkomulag þó ekki komið til að vera. „Við viljum sjá undankeppni, jafnvel landshluta, í sjónvarpi og gera miklu meira fyrir keppnina. Við erum búnir að semja við Saga Film og okkur eru allir vegir færir til að stækka keppnina og búa til vettvang fyrir þá sem vilja verða atvinnumenn í tónlist. Fólk hefur litið mjög jákvæðum augum á þetta." freyr@frettabladid.is Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
„Þetta þyrfti að vera þannig að allir ættu að fá sama tækifæri í sjónvarpi og allir framhaldsskólanemendur ættu að fá tækifæri til að hvetja sína keppendur áfram. Annars er þetta keppni nokkurra skóla en ekki allra," segir Pálmi Geir Jónsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Félagið hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema vegna nýs fyrirkomulags Söngkeppni framhaldsskólanna, en úrslit keppninnar verða haldin í Vodafone-höllinni í kvöld í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Við heyrðum í vinaskólum úti á landi, svona tíu til tólf skólum, og það var ákveðið að við skyldum vera flaggberar þessara ósáttu skóla og koma með smá yfirlýsingu." Nýtt fyrirkomulag var á keppninni í ár til að gera hana styttri og um leið sjónvarpsvænni. Fulltrúar 32 skóla tóku upp myndbönd við lögin sín. Þau voru birt á netinu og hægt var að kjósa um besta lagið með SMS-skilaboðum. Vægi dómnefndar vó síðan 50 prósent á móti SMS-atkvæðunum og tólf skólar voru valdir áfram. Pálmi Geir telur að með þessu fyrirkomulagi sé augljóst að fjölmennustu skólarnir komist áfram og hinir sitji eftir með sárt ennið. Til að mynda komst enginn skóli frá Austurlandi í úrslitin í ár og heldur ekki frá Vesturlandi. Andri Steinn Hilmarsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem sér um keppnina, segir að nauðsynlegt hafi verið að breyta fyrirkomulagi keppninnar til að tryggja að hún yrði sýnd í beinni útsendingu. „Ætlum við að halda keppnina í sjónvarpi eða í íþróttasal einhvers staðar með litlu fjármagni og litla sem enga umfjöllun um keppendur? Við töldum hagsmuni keppninnar og keppenda best borgið með þessu," segir Andri Steinn. Hann bætir við að með því að láta dómnefnd vega á móti SMS-atvæðum hafi verið komið í veg fyrir að fjölmennustu skólarnir einokuðu keppnina. „En auðvitað eins gefur að skilja þegar þú ert með virkilega stóran skóla hefur þú að öllum líkindum yfir hæfileikaríkara fólki að ráða," segir hann og leggur áherslu á að tólf bestu atriðin hafi komist áfram í úrslitin í kvöld. Að sögn Andra Steins er þetta nýja fyrirkomulag þó ekki komið til að vera. „Við viljum sjá undankeppni, jafnvel landshluta, í sjónvarpi og gera miklu meira fyrir keppnina. Við erum búnir að semja við Saga Film og okkur eru allir vegir færir til að stækka keppnina og búa til vettvang fyrir þá sem vilja verða atvinnumenn í tónlist. Fólk hefur litið mjög jákvæðum augum á þetta." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira