Lífið

Jógvan með fallega frumburðinn

"Þetta er besta og yndislegasta hlutverk sem ég hef fengið í lífinu,“ segir Hrafnhildur um móðurhlutverkið.
"Þetta er besta og yndislegasta hlutverk sem ég hef fengið í lífinu,“ segir Hrafnhildur um móðurhlutverkið. mynd/anton
Lífið hitti nýbakaða foreldra Jógvan Hansen og Hrafnhildi Jóhannesdóttur unnustu hans til fimm ára. Frumburður þeirra, Jóhannes Ari Hansen, fæddist í 6. desember 2011.



„Já auðvitað var ég viðstaddur fæðinguna. Eftir að hafa upplifað það verð ég að segja að við menn erum bara aumingjar," segir Jógvan færeyski söngvarinn sem bræddi íslensku þjóðina þegar hann sigraði X-Factor söngvakeppnina árið 2007.

„Það er ekkert mál eins og er. Ég á svo góða konu að hún leyfir mér að vinna vinnuna mína. Síðan er ég mikið laus yfir daginn svo ég get alveg sinnt því sem ég þarf," segir Jógvan spurður um pabbahlutverkið samhliða poppbransanum.

Ástin kviknaði í X-Factor

„Ég var í veislu hjá förðunarstelpu sem farðaði okkur í X-Factor. Hrafnhildur var þar líka í sama partíi sem var líka innflutningspartí hjá Haraldi frænda hennar. Ég var að fá mér einhverjar kökur og allt í einu stelur hún af mér skeiðinni sem ég var að skófla mat á diskinn minn með og spyr hvort ég ætlaði að einoka skeiðina allt kvöldið. Svoleiðis byrjaði það," segir Jógvan spurður hvernig hann kynntist Hrafnhildi.

Spilar allar helgar

„Ég er að spila allar helgar. Á tónleikum, á böllum á árshátíðum. Ég og Vignir Snær spilum mikið saman bara tveir og síðan ég og Friðrik Ómar með uppákomur. Þetta ár fer í það að klára frumsamið efnið sem verður það næsta sem kemur út með mér, segir Jógvan.

Drengurinn brosmildur og ákveðinn

Þegar talið berst að Jóhannesi litla segir Jógvan: „Nýjasta sem er í gangi núna er að hann er farinn að brosa mikið. Það er kannski erfitt að segja en ég vona að það verði í persónuleika hans að brosa mikið. Þegar hann er svangur öskrar hann mikið en síðan þegar hann er saddur brosir hann mikið. Hann virðist ætla að verða pínu ákveðinn og þrjóskur eins og pabbinn en samt algjör ljúflingur."

Syngur þú fyrir drenginn ykkar? „Já, ég syng allt sem mér dettur í hug. Mikið af færeyskum lögum sem afi minn söng fyir mig þegar ég var peyi. Ég syng eitt Frank Sinatra lag þegar ég er í góðu skapi fyrir Jóhannes Ara. Það er lagið I´ve got you under my skin," svarar Jógvan.

„Við erum dugleg að fara til útlanda saman, elda góðan mat og heimsækja vini," svara þau samtaka spurð hvernig þau sinna sambandinu. Áður en við kveðjum fjölskylduna forvitnumst við hvort þau ætli að eignast fleiri börn í framtíðinni? Já, ekki spurning," segja þau nánast í kór.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.