Erlent

Gekk að eiga látna unnustu sína

Tælenskur maður gekk að eiga látna unnustu sína í óhugnanlegri athöfn fyrr í mánuðinum. Hann jarðsetti síðan eiginkonu sína eftir að hjónabandið var innsiglað.

Chadil Deffy og unnusta hans, Ann Kamsuk, höfðu verið saman í rúm tíu ár. Deffy sagði tælenska fréttablaðinu Pattaya Daily að þau hefðu oft rætt um að ganga í hjónaband. Hann sagði að miklar annir hjá þeim báðum hefðu komið í veg fyrir það.

Kamsuk lést 3. janúar eftir að hafa orðið fyrir bíl.

Níunda janúar var athöfnin síðan haldin. Deffy var klæddur svörtum jakkafötum og bar pípuhatt. Sjónvarpsmyndavélar fylgdust með þegar Deffy dró hring á fingur unnustu sinnar.

Deffy birti síðan ljósmyndir frá athöfninni á Facebook-síðu sinni ásamt skilaboðum til elskenda um allan heim. „Athöfnin er eflaust álitin sem tákn um eilífa ást. En í raun er hún tilraun til að leiðrétta mistök okkar, því ekki getum við farið aftur í tímann. Lífið er stutt, munið það ávallt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×