Opinber stuðningur til fráskilinna foreldra Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 4. apríl 2012 06:00 Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. Skilnaður hefur í för með sér breytingar á daglegu lífi fjölskyldunnar, ekki síst fyrir börnin, sem óska þess sjaldnast að fjölskyldan splundrist. Margt breytist hjá barni í kjölfar skilnaðar, fyrir utan að missa annað foreldri af heimilinu, verða oft breytingar á nánasta umhverfi, svo sem flutningar og skólaskipti. Samvistarslitum fylgja tilfinningalegir, fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar, mismiklir en aldrei auðveldir. Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheimili barns, sem getur einungis verið hjá öðru foreldrinu, eins og barnalögin kveða á um. Má þar nefna barnabætur. Þær rata eingöngu til þess foreldris sem er með lögheimili barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá og þrátt fyrir að barn hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Meðlagið fylgir yfirleitt lögheimili barns. Það gildir einu hvort barnið hefur jafna búsetu hjá foreldrum sínum, eða hvort þeir skipta kostnaði vegna barnsins. Það sama má segja um húsaleigubætur, þær fylgja lögheimili barns við útreikning, þar sem hallar verulega á það foreldri, sem barnið hefur EKKI lögheimili hjá. Þessi ójöfnuður bitnar á börnunum. Það foreldri, sem fær lítinn opinberan stuðning og hefur mikil útgjöld (svo sem háan húsnæðiskostnað) þarf að afla töluverðra tekna, til að geta boðið barni sínu sómasamlegt heimili og sinnt grunnþörfum þess. Eftir lögfestinguna um sameiginlega forsjá árið 2006, átti sér stað mikil og jákvæð breyting, með aukinni þátttöku fráskilinna feðra við umönnun og uppeldi barna sinna. Þróunin hefur verið hröð sl. ár. Lög um húsaleigubætur og barnabætur hafa ekki fylgt í kjölfarið, en eins og sjá má, er þarna á ferðinni mismunun á greiðslum til foreldra barna eftir samvistarslit. Þetta þarf að leiðrétta þar sem það brýtur í bága við barnalögin sem kveða skýrt á um að alltaf skuli hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við skilnað foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. Skilnaður hefur í för með sér breytingar á daglegu lífi fjölskyldunnar, ekki síst fyrir börnin, sem óska þess sjaldnast að fjölskyldan splundrist. Margt breytist hjá barni í kjölfar skilnaðar, fyrir utan að missa annað foreldri af heimilinu, verða oft breytingar á nánasta umhverfi, svo sem flutningar og skólaskipti. Samvistarslitum fylgja tilfinningalegir, fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar, mismiklir en aldrei auðveldir. Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheimili barns, sem getur einungis verið hjá öðru foreldrinu, eins og barnalögin kveða á um. Má þar nefna barnabætur. Þær rata eingöngu til þess foreldris sem er með lögheimili barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá og þrátt fyrir að barn hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Meðlagið fylgir yfirleitt lögheimili barns. Það gildir einu hvort barnið hefur jafna búsetu hjá foreldrum sínum, eða hvort þeir skipta kostnaði vegna barnsins. Það sama má segja um húsaleigubætur, þær fylgja lögheimili barns við útreikning, þar sem hallar verulega á það foreldri, sem barnið hefur EKKI lögheimili hjá. Þessi ójöfnuður bitnar á börnunum. Það foreldri, sem fær lítinn opinberan stuðning og hefur mikil útgjöld (svo sem háan húsnæðiskostnað) þarf að afla töluverðra tekna, til að geta boðið barni sínu sómasamlegt heimili og sinnt grunnþörfum þess. Eftir lögfestinguna um sameiginlega forsjá árið 2006, átti sér stað mikil og jákvæð breyting, með aukinni þátttöku fráskilinna feðra við umönnun og uppeldi barna sinna. Þróunin hefur verið hröð sl. ár. Lög um húsaleigubætur og barnabætur hafa ekki fylgt í kjölfarið, en eins og sjá má, er þarna á ferðinni mismunun á greiðslum til foreldra barna eftir samvistarslit. Þetta þarf að leiðrétta þar sem það brýtur í bága við barnalögin sem kveða skýrt á um að alltaf skuli hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við skilnað foreldra.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar