Mannréttindaráðherra hunsar lög Einar Steingrímsson skrifar 4. apríl 2012 05:00 Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun