Rekstrarkostnaður bankanna mun hærri en á Norðurlöndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2012 18:46 Rekstrarkostnaður íslensku bankanna nam tæplega 64 milljörðum króna í fyrra. Þrátt fyrir smæð bankakerfisins eru íslensku bankarnir miklu dýrari í rekstri en bankar á Norðurlöndunum. Og rekstrarkostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu nálgast Sviss, sem er eitt sérhæfðasta ríki í heimi á þessu sviði. Eigendur tveggja af stóru bönkunum þremur, Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) eru kröfuhafar þrotabúa sem mjög lítið hafa um rekstur þeirra að segja þar sem eignarhaldið er í gegnum eignarhaldsfélög. Þetta er gert að kröfu FME þar sem þrotabú geta ekki átt hluti í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum, og því er um eiginlegan eldvegg að ræða. Einu afskiptin felst því að koma skilaboðum á framfæri í gegnum kröfuhafaráð þrotabúanna. Athyglisvert er að skoða rekstrarkostnað bankanna í þessu tilliti, en hjá Íslandsbanka var þessi fjárhæð 19,8 milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi, eða 14,8 milljónir króna á hvern starfsmann. Hjá Landsbankanum var þessi fjárhæð 22 milljarðar og sama fjárhæð hjá Arion banka. Samtals var rekstrarkostnaður þessara þriggja banka tæplega 64 milljarðar króna á síðasta ári. Landsframleiðslan nam 1600 milljörðum króna í fyrra og þetta eru því tæplega 4 prósent af landsframleiðslunni. Athygli vekur hvað þetta er hátt hlutfall, þrátt fyrir nýtt lítið bankakerfi eftir hrunið. Við erum að nálgast Sviss sem er samt eitt fjármálaþjónustumiðaðasta ríki í heiminum.Svigrúm til lækkunar kostnaðar ekki fullnýtt Þetta veitir vísbendingar um að svigrúmið til að lækka kostnað í bönkunum er langt frá því að vera fullnýtt. Laun eru stærsti kostnaðarliðurinn. Hins vegar ber að hafa í huga að mikill óvæntur rekstrarkostnaður er til staðar í kerfinu vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. Einn mælikvarði er hins vegar kostnaðarhlutfall eigna, þ.e kostnaður sem hlutfall af heildareignum. Eins og sést á þessari töflu hér til hliðar er kostnaðarhlutfall eigna miklu hærra í bönkum hér á landi en í bönkum sem við berum okkur saman á Norðurlöndunum. Hjá Íslandsbanka er þetta hlutfall að nálgast þrjú prósent á síðasta ári og svipað hjá Arion banka en rétt undir 2 prósentum hjá Landsbankanum. Hjá Enskilda Banken í Svíþjóð er þetta hlutfall rétt yfir prósenti, hjá Sampo bankanum í Finnlandi er þetta um 1,85 prósent og þá er þetta töluvert lægra hjá Sparebankanum í Noregi og Danske Bank í Danmörku.Bankakerfið á Íslandi er of stórt „Bankakerfið á Íslandi er of stórt. Það er enginn ágreiningur um það. Það er verið að reyna að minnka það eftir hrun, en það gengur ekki nægilega hratt. Ef við tökum Íslandsbanka, þá hefur starfsmönnum fjölgað í alls kyns eftirlitseiningum, innri endurskoðun, regluvörsla og áhættustýringu. Hér má einnig nefna deildir sem fjalla um fjárhagslega endurskipulagningu," segir Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka og fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis, sem heldur utan um 95 prósenta hlut í bankanum í gegnum ISB Holding. „Vonandi förum við að sjá fyrir endann á dómsniðurstöðum sem kalla á endurreikning á öllu lánasafninu. Það er 20-30 manna hópur í þessu. Síðan er það líka ljóst að ef hagvöxtur fer ekki að taka við sér, þá þarf að fækka í þeim deildum þar sem markaðstengd þjónusta á í hlut, þar sem menn höfðu væntingar um hagvöxtinn," segir Árni. Skilanefnd Glitnis og stjórn ISB Holding settu 95 prósenta hlut Glitnis í Íslandsbanka í söluferli fyrir nokkru síðan. Hvernig gengur að selja bankann? „Hægt enn sem komið er, enda gerir það erfitt fyrir að meðan óvissa er um réttmæti lánasamninga sem er yfirgnæfandi hlutfall eignasafnsins. Síðan auðvelda gjaldeyrishöftin ekki. Við verðum að finna einhvern flöt á gjaldeyrishöftunum." Það er teymi frá UBS bankanum svissneska sem sér um söluferlið fyrir skilanefnd Glitnis. En um er að ræða teymi frá skrifstofum bankans í bæði New York og Lundúnum. thorbjorn@365.is Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Rekstrarkostnaður íslensku bankanna nam tæplega 64 milljörðum króna í fyrra. Þrátt fyrir smæð bankakerfisins eru íslensku bankarnir miklu dýrari í rekstri en bankar á Norðurlöndunum. Og rekstrarkostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu nálgast Sviss, sem er eitt sérhæfðasta ríki í heimi á þessu sviði. Eigendur tveggja af stóru bönkunum þremur, Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) eru kröfuhafar þrotabúa sem mjög lítið hafa um rekstur þeirra að segja þar sem eignarhaldið er í gegnum eignarhaldsfélög. Þetta er gert að kröfu FME þar sem þrotabú geta ekki átt hluti í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum, og því er um eiginlegan eldvegg að ræða. Einu afskiptin felst því að koma skilaboðum á framfæri í gegnum kröfuhafaráð þrotabúanna. Athyglisvert er að skoða rekstrarkostnað bankanna í þessu tilliti, en hjá Íslandsbanka var þessi fjárhæð 19,8 milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi, eða 14,8 milljónir króna á hvern starfsmann. Hjá Landsbankanum var þessi fjárhæð 22 milljarðar og sama fjárhæð hjá Arion banka. Samtals var rekstrarkostnaður þessara þriggja banka tæplega 64 milljarðar króna á síðasta ári. Landsframleiðslan nam 1600 milljörðum króna í fyrra og þetta eru því tæplega 4 prósent af landsframleiðslunni. Athygli vekur hvað þetta er hátt hlutfall, þrátt fyrir nýtt lítið bankakerfi eftir hrunið. Við erum að nálgast Sviss sem er samt eitt fjármálaþjónustumiðaðasta ríki í heiminum.Svigrúm til lækkunar kostnaðar ekki fullnýtt Þetta veitir vísbendingar um að svigrúmið til að lækka kostnað í bönkunum er langt frá því að vera fullnýtt. Laun eru stærsti kostnaðarliðurinn. Hins vegar ber að hafa í huga að mikill óvæntur rekstrarkostnaður er til staðar í kerfinu vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. Einn mælikvarði er hins vegar kostnaðarhlutfall eigna, þ.e kostnaður sem hlutfall af heildareignum. Eins og sést á þessari töflu hér til hliðar er kostnaðarhlutfall eigna miklu hærra í bönkum hér á landi en í bönkum sem við berum okkur saman á Norðurlöndunum. Hjá Íslandsbanka er þetta hlutfall að nálgast þrjú prósent á síðasta ári og svipað hjá Arion banka en rétt undir 2 prósentum hjá Landsbankanum. Hjá Enskilda Banken í Svíþjóð er þetta hlutfall rétt yfir prósenti, hjá Sampo bankanum í Finnlandi er þetta um 1,85 prósent og þá er þetta töluvert lægra hjá Sparebankanum í Noregi og Danske Bank í Danmörku.Bankakerfið á Íslandi er of stórt „Bankakerfið á Íslandi er of stórt. Það er enginn ágreiningur um það. Það er verið að reyna að minnka það eftir hrun, en það gengur ekki nægilega hratt. Ef við tökum Íslandsbanka, þá hefur starfsmönnum fjölgað í alls kyns eftirlitseiningum, innri endurskoðun, regluvörsla og áhættustýringu. Hér má einnig nefna deildir sem fjalla um fjárhagslega endurskipulagningu," segir Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka og fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis, sem heldur utan um 95 prósenta hlut í bankanum í gegnum ISB Holding. „Vonandi förum við að sjá fyrir endann á dómsniðurstöðum sem kalla á endurreikning á öllu lánasafninu. Það er 20-30 manna hópur í þessu. Síðan er það líka ljóst að ef hagvöxtur fer ekki að taka við sér, þá þarf að fækka í þeim deildum þar sem markaðstengd þjónusta á í hlut, þar sem menn höfðu væntingar um hagvöxtinn," segir Árni. Skilanefnd Glitnis og stjórn ISB Holding settu 95 prósenta hlut Glitnis í Íslandsbanka í söluferli fyrir nokkru síðan. Hvernig gengur að selja bankann? „Hægt enn sem komið er, enda gerir það erfitt fyrir að meðan óvissa er um réttmæti lánasamninga sem er yfirgnæfandi hlutfall eignasafnsins. Síðan auðvelda gjaldeyrishöftin ekki. Við verðum að finna einhvern flöt á gjaldeyrishöftunum." Það er teymi frá UBS bankanum svissneska sem sér um söluferlið fyrir skilanefnd Glitnis. En um er að ræða teymi frá skrifstofum bankans í bæði New York og Lundúnum. thorbjorn@365.is
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent