Rekstrarkostnaður bankanna mun hærri en á Norðurlöndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2012 18:46 Rekstrarkostnaður íslensku bankanna nam tæplega 64 milljörðum króna í fyrra. Þrátt fyrir smæð bankakerfisins eru íslensku bankarnir miklu dýrari í rekstri en bankar á Norðurlöndunum. Og rekstrarkostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu nálgast Sviss, sem er eitt sérhæfðasta ríki í heimi á þessu sviði. Eigendur tveggja af stóru bönkunum þremur, Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) eru kröfuhafar þrotabúa sem mjög lítið hafa um rekstur þeirra að segja þar sem eignarhaldið er í gegnum eignarhaldsfélög. Þetta er gert að kröfu FME þar sem þrotabú geta ekki átt hluti í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum, og því er um eiginlegan eldvegg að ræða. Einu afskiptin felst því að koma skilaboðum á framfæri í gegnum kröfuhafaráð þrotabúanna. Athyglisvert er að skoða rekstrarkostnað bankanna í þessu tilliti, en hjá Íslandsbanka var þessi fjárhæð 19,8 milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi, eða 14,8 milljónir króna á hvern starfsmann. Hjá Landsbankanum var þessi fjárhæð 22 milljarðar og sama fjárhæð hjá Arion banka. Samtals var rekstrarkostnaður þessara þriggja banka tæplega 64 milljarðar króna á síðasta ári. Landsframleiðslan nam 1600 milljörðum króna í fyrra og þetta eru því tæplega 4 prósent af landsframleiðslunni. Athygli vekur hvað þetta er hátt hlutfall, þrátt fyrir nýtt lítið bankakerfi eftir hrunið. Við erum að nálgast Sviss sem er samt eitt fjármálaþjónustumiðaðasta ríki í heiminum.Svigrúm til lækkunar kostnaðar ekki fullnýtt Þetta veitir vísbendingar um að svigrúmið til að lækka kostnað í bönkunum er langt frá því að vera fullnýtt. Laun eru stærsti kostnaðarliðurinn. Hins vegar ber að hafa í huga að mikill óvæntur rekstrarkostnaður er til staðar í kerfinu vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. Einn mælikvarði er hins vegar kostnaðarhlutfall eigna, þ.e kostnaður sem hlutfall af heildareignum. Eins og sést á þessari töflu hér til hliðar er kostnaðarhlutfall eigna miklu hærra í bönkum hér á landi en í bönkum sem við berum okkur saman á Norðurlöndunum. Hjá Íslandsbanka er þetta hlutfall að nálgast þrjú prósent á síðasta ári og svipað hjá Arion banka en rétt undir 2 prósentum hjá Landsbankanum. Hjá Enskilda Banken í Svíþjóð er þetta hlutfall rétt yfir prósenti, hjá Sampo bankanum í Finnlandi er þetta um 1,85 prósent og þá er þetta töluvert lægra hjá Sparebankanum í Noregi og Danske Bank í Danmörku.Bankakerfið á Íslandi er of stórt „Bankakerfið á Íslandi er of stórt. Það er enginn ágreiningur um það. Það er verið að reyna að minnka það eftir hrun, en það gengur ekki nægilega hratt. Ef við tökum Íslandsbanka, þá hefur starfsmönnum fjölgað í alls kyns eftirlitseiningum, innri endurskoðun, regluvörsla og áhættustýringu. Hér má einnig nefna deildir sem fjalla um fjárhagslega endurskipulagningu," segir Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka og fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis, sem heldur utan um 95 prósenta hlut í bankanum í gegnum ISB Holding. „Vonandi förum við að sjá fyrir endann á dómsniðurstöðum sem kalla á endurreikning á öllu lánasafninu. Það er 20-30 manna hópur í þessu. Síðan er það líka ljóst að ef hagvöxtur fer ekki að taka við sér, þá þarf að fækka í þeim deildum þar sem markaðstengd þjónusta á í hlut, þar sem menn höfðu væntingar um hagvöxtinn," segir Árni. Skilanefnd Glitnis og stjórn ISB Holding settu 95 prósenta hlut Glitnis í Íslandsbanka í söluferli fyrir nokkru síðan. Hvernig gengur að selja bankann? „Hægt enn sem komið er, enda gerir það erfitt fyrir að meðan óvissa er um réttmæti lánasamninga sem er yfirgnæfandi hlutfall eignasafnsins. Síðan auðvelda gjaldeyrishöftin ekki. Við verðum að finna einhvern flöt á gjaldeyrishöftunum." Það er teymi frá UBS bankanum svissneska sem sér um söluferlið fyrir skilanefnd Glitnis. En um er að ræða teymi frá skrifstofum bankans í bæði New York og Lundúnum. thorbjorn@365.is Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Rekstrarkostnaður íslensku bankanna nam tæplega 64 milljörðum króna í fyrra. Þrátt fyrir smæð bankakerfisins eru íslensku bankarnir miklu dýrari í rekstri en bankar á Norðurlöndunum. Og rekstrarkostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu nálgast Sviss, sem er eitt sérhæfðasta ríki í heimi á þessu sviði. Eigendur tveggja af stóru bönkunum þremur, Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) eru kröfuhafar þrotabúa sem mjög lítið hafa um rekstur þeirra að segja þar sem eignarhaldið er í gegnum eignarhaldsfélög. Þetta er gert að kröfu FME þar sem þrotabú geta ekki átt hluti í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum, og því er um eiginlegan eldvegg að ræða. Einu afskiptin felst því að koma skilaboðum á framfæri í gegnum kröfuhafaráð þrotabúanna. Athyglisvert er að skoða rekstrarkostnað bankanna í þessu tilliti, en hjá Íslandsbanka var þessi fjárhæð 19,8 milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi, eða 14,8 milljónir króna á hvern starfsmann. Hjá Landsbankanum var þessi fjárhæð 22 milljarðar og sama fjárhæð hjá Arion banka. Samtals var rekstrarkostnaður þessara þriggja banka tæplega 64 milljarðar króna á síðasta ári. Landsframleiðslan nam 1600 milljörðum króna í fyrra og þetta eru því tæplega 4 prósent af landsframleiðslunni. Athygli vekur hvað þetta er hátt hlutfall, þrátt fyrir nýtt lítið bankakerfi eftir hrunið. Við erum að nálgast Sviss sem er samt eitt fjármálaþjónustumiðaðasta ríki í heiminum.Svigrúm til lækkunar kostnaðar ekki fullnýtt Þetta veitir vísbendingar um að svigrúmið til að lækka kostnað í bönkunum er langt frá því að vera fullnýtt. Laun eru stærsti kostnaðarliðurinn. Hins vegar ber að hafa í huga að mikill óvæntur rekstrarkostnaður er til staðar í kerfinu vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. Einn mælikvarði er hins vegar kostnaðarhlutfall eigna, þ.e kostnaður sem hlutfall af heildareignum. Eins og sést á þessari töflu hér til hliðar er kostnaðarhlutfall eigna miklu hærra í bönkum hér á landi en í bönkum sem við berum okkur saman á Norðurlöndunum. Hjá Íslandsbanka er þetta hlutfall að nálgast þrjú prósent á síðasta ári og svipað hjá Arion banka en rétt undir 2 prósentum hjá Landsbankanum. Hjá Enskilda Banken í Svíþjóð er þetta hlutfall rétt yfir prósenti, hjá Sampo bankanum í Finnlandi er þetta um 1,85 prósent og þá er þetta töluvert lægra hjá Sparebankanum í Noregi og Danske Bank í Danmörku.Bankakerfið á Íslandi er of stórt „Bankakerfið á Íslandi er of stórt. Það er enginn ágreiningur um það. Það er verið að reyna að minnka það eftir hrun, en það gengur ekki nægilega hratt. Ef við tökum Íslandsbanka, þá hefur starfsmönnum fjölgað í alls kyns eftirlitseiningum, innri endurskoðun, regluvörsla og áhættustýringu. Hér má einnig nefna deildir sem fjalla um fjárhagslega endurskipulagningu," segir Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka og fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis, sem heldur utan um 95 prósenta hlut í bankanum í gegnum ISB Holding. „Vonandi förum við að sjá fyrir endann á dómsniðurstöðum sem kalla á endurreikning á öllu lánasafninu. Það er 20-30 manna hópur í þessu. Síðan er það líka ljóst að ef hagvöxtur fer ekki að taka við sér, þá þarf að fækka í þeim deildum þar sem markaðstengd þjónusta á í hlut, þar sem menn höfðu væntingar um hagvöxtinn," segir Árni. Skilanefnd Glitnis og stjórn ISB Holding settu 95 prósenta hlut Glitnis í Íslandsbanka í söluferli fyrir nokkru síðan. Hvernig gengur að selja bankann? „Hægt enn sem komið er, enda gerir það erfitt fyrir að meðan óvissa er um réttmæti lánasamninga sem er yfirgnæfandi hlutfall eignasafnsins. Síðan auðvelda gjaldeyrishöftin ekki. Við verðum að finna einhvern flöt á gjaldeyrishöftunum." Það er teymi frá UBS bankanum svissneska sem sér um söluferlið fyrir skilanefnd Glitnis. En um er að ræða teymi frá skrifstofum bankans í bæði New York og Lundúnum. thorbjorn@365.is
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira