Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun