Staksteinum kastað úr glerhúsi Helgi Magnússon skrifar 26. október 2012 06:00 Höfundur Staksteina Morgunblaðsins 24. október velur að hreyta ónotum í Samtök iðnaðarins vegna áralangrar stefnu samtakanna í Evrópumálum en SI sér ekki bjarta framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf og þjóðlíf með íslenskri krónu og gjaldeyrishöftum. Ég hef átt sæti í stjórn SI í 12 ár, þar af síðustu sex árin sem formaður þar til fyrr á þessu ári. Því hef ég átt aðild að ákvörðunum um herferðir SI undir kjörorðunum Veljum íslenskt og Íslenskt, já takk. Tilgangur þeirra hefur verið að styrkja íslenskan iðnað, efla atvinnu og auka hagvöxt. Nú er svipuð herferð í gangi hjá Frökkum, þeirra iðnaði til framdráttar. Hún hefur valdið ólund hjá Staksteinahöfundi sem dylgjar af því tilefni um að SI hafi reynt að „heilaþvo" félagsmenn sína. Einnig segir að forystumenn þessara samtaka hafi eytt „óheyrilegum fjármunum" í herferðir til að sannfæra landsmenn um nauðsyn þess að gengið verði í ESB. Mér er til efs að höfundur Staksteina hafi vitneskju um útgjöld SI vegna einstakra verkefna. Þá er það háð mati hvenær fjárhæðir teljast „óheyrilegar" og hvenær ekki. Ég er sannfærður um að SI hefur ekki varið „óheyrilegum fjármunum" vegna Evrópuumræðunnar. Það er hins vegar skoðun mín að eigendur Morgunblaðsins hafi varið „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir taprekstri blaðsins hin síðari ár eftir að fyrirtækið endurholdgaðist með stórfelldum niðurfellingum skulda þegar nýir eigendur komu að blaðinu. Margir halda því fram að þeir hafi allt aðra sýn á Evrópumálin en t.d. Samtök iðnaðarins hafa, enda tengjast þeir flestir sjávarútvegi. Ég er einn af þessum 30 þúsund kaupendum Morgunblaðsins sem fá blaðið í hendur sex daga vikunnar þar sem nær hvern dag er haldið fram stífri andstöðu við Evrópu með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að líkja and-Evrópu-trúboði Morgunblaðsins við „heilaþvott" en öllum má vera ljóst að verið er að þjóna hagsmunum þeirra sem verja „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir rekstrartapi blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Höfundur Staksteina Morgunblaðsins 24. október velur að hreyta ónotum í Samtök iðnaðarins vegna áralangrar stefnu samtakanna í Evrópumálum en SI sér ekki bjarta framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf og þjóðlíf með íslenskri krónu og gjaldeyrishöftum. Ég hef átt sæti í stjórn SI í 12 ár, þar af síðustu sex árin sem formaður þar til fyrr á þessu ári. Því hef ég átt aðild að ákvörðunum um herferðir SI undir kjörorðunum Veljum íslenskt og Íslenskt, já takk. Tilgangur þeirra hefur verið að styrkja íslenskan iðnað, efla atvinnu og auka hagvöxt. Nú er svipuð herferð í gangi hjá Frökkum, þeirra iðnaði til framdráttar. Hún hefur valdið ólund hjá Staksteinahöfundi sem dylgjar af því tilefni um að SI hafi reynt að „heilaþvo" félagsmenn sína. Einnig segir að forystumenn þessara samtaka hafi eytt „óheyrilegum fjármunum" í herferðir til að sannfæra landsmenn um nauðsyn þess að gengið verði í ESB. Mér er til efs að höfundur Staksteina hafi vitneskju um útgjöld SI vegna einstakra verkefna. Þá er það háð mati hvenær fjárhæðir teljast „óheyrilegar" og hvenær ekki. Ég er sannfærður um að SI hefur ekki varið „óheyrilegum fjármunum" vegna Evrópuumræðunnar. Það er hins vegar skoðun mín að eigendur Morgunblaðsins hafi varið „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir taprekstri blaðsins hin síðari ár eftir að fyrirtækið endurholdgaðist með stórfelldum niðurfellingum skulda þegar nýir eigendur komu að blaðinu. Margir halda því fram að þeir hafi allt aðra sýn á Evrópumálin en t.d. Samtök iðnaðarins hafa, enda tengjast þeir flestir sjávarútvegi. Ég er einn af þessum 30 þúsund kaupendum Morgunblaðsins sem fá blaðið í hendur sex daga vikunnar þar sem nær hvern dag er haldið fram stífri andstöðu við Evrópu með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að líkja and-Evrópu-trúboði Morgunblaðsins við „heilaþvott" en öllum má vera ljóst að verið er að þjóna hagsmunum þeirra sem verja „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir rekstrartapi blaðsins.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar