Dwight Howard, leikmaður LA Lakers, viðurkenndi í gær að hann hefði viljað fara til Brooklyn Nets frá Orlando Magic. Hann endaði þó hjá Lakers.
"Ég sagði forráðamönnum Magic að ég vildi helst fara til Brooklyn. Mér var aftur á móti skipt til Lakers og það var blessun í sjálfu sér," sagði Howard.
"Ég held að það sé ástæða fyrir öllu sem gerist. Það hefur verið draumur að vera hjá Lakers hingað til."
Howard var orðaður ansi lengi við Brooklyn á sínum tíma en Nets og Magic gátu aldrei náð samkomulagi.
Howard vildi frekar fara til Brooklyn en Lakers

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn



