Lífið

Spilar með Vedder

Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard hitar upp fyrir Eddie Vedder á tónleikum hins síðarnefnda í Evrópu í sumar.

Hansard, sem spilaði á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystri í fyrra, hefur áður hitað upp fyrir Vedder. Það gerði hann á tónleikaferð hans um Bandaríkin í fyrra. Hansard syngur einmitt með Vedder á sólóplötu í Pearl Jam, Ukulele Songs.

Fimm tónleikar með þeim eru fyrirhugaðir í Evrópu, þar af tvennir í Hollandi og tvennir í Bretlandi í júlí. Vedder fer einnig í heljarinnar tónleikaferð um Evrópu sem hefst 10. apríl í Las Vegas.

Hér fyrir ofan má sjá Hansard syngja með söngkonunni Marketa Irglova lagið Falling Slowly.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.