Mættum vera líkari Kínverjum í hugsun 27. mars 2012 07:00 Gylfi Zoëga, Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson svöruðu spurningum um peningastefnuna og þróun efnahagsmála á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fréttablaðið/Anton Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira