Mættum vera líkari Kínverjum í hugsun 27. mars 2012 07:00 Gylfi Zoëga, Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson svöruðu spurningum um peningastefnuna og þróun efnahagsmála á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fréttablaðið/Anton Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira